Forseti Barcelona líkir PSG við þrælabúðir Atli Arason skrifar 26. maí 2022 07:00 Messi, Neymar og Mbappe, leikmenn PSG, eru í þrælabúðum að mati Laporta. Getty Images Joan Laporta, forseti Barcelona, virðist ekki vera hrifinn af PSG en forsetinn telur að leikmenn liðsins séu þrælar. „Leikmenn sem hafa skrifað undir hjá liði eins og PSG eru búnir að skrifa undir þrældóm sinn. Fyrir peninga,“ sagði Laporta við L‘Esportiu de Catalunya, staðbundinn miðill í Katalóníu. Kylian Mbappe skrifaði undir nýjan risa samning við PSG um helgina og neitaði þar með skiptum yfir til Real Madrid í sumar. Sögusagnirnar fóru strax á kreik að Parísar liðið muni losa sig við leikmenn í kjölfarið en eitthvað þarf liðið að gera til vera réttu megin við núllið í fjárhagsreglugerð UEFA, FFP. Laporta ræddi þá m.a. möguleikann á endurkomu Neymar aftur til Barcelona. „Hver elskar ekki Neymar? Hann er framúrskarandi leikmaður. Allir þessir leikmenn sem mögulega myndu koma aftur til Barcelona verða samt að koma frítt. Við erum ekki í aðstöðu til þess að borga háar fjárhæðir í félagaskipti,“ sagði Laporta en Barcelona hefur verið í fjárhagskrísu síðustu ár eftir að hafa eytt of háum fjárhæðum í launagreiðslur og félagaskipti undanfarin áratug. Laporta gagnrýndi einnig PSG fyrr að gera Mbappe að launahæsta leikmanni heims með nýja samningi hans við liðið. Laporta líkir aðferðum PSG við mannrán. „Þetta eyðileggur markaðinn. Leikmönnum verður rænt fyrir peninga. Þetta eru afleiðingar þess þegar heilt ríki er á bak við knattspyrnufélag. Þessi þróun er ekki sjálfbær fyrir fótboltann,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona. Barça president Laporta tells @lesportiucat on Neymar: "Who doesn't love Neymar? He's exceptional player... but all these players to return to Barça one day should come for free". 🇧🇷 #FCB"Players who have signed for clubs like PSG, have almost signed their slavery. For money". pic.twitter.com/z3URK6AIfU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2022 Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
„Leikmenn sem hafa skrifað undir hjá liði eins og PSG eru búnir að skrifa undir þrældóm sinn. Fyrir peninga,“ sagði Laporta við L‘Esportiu de Catalunya, staðbundinn miðill í Katalóníu. Kylian Mbappe skrifaði undir nýjan risa samning við PSG um helgina og neitaði þar með skiptum yfir til Real Madrid í sumar. Sögusagnirnar fóru strax á kreik að Parísar liðið muni losa sig við leikmenn í kjölfarið en eitthvað þarf liðið að gera til vera réttu megin við núllið í fjárhagsreglugerð UEFA, FFP. Laporta ræddi þá m.a. möguleikann á endurkomu Neymar aftur til Barcelona. „Hver elskar ekki Neymar? Hann er framúrskarandi leikmaður. Allir þessir leikmenn sem mögulega myndu koma aftur til Barcelona verða samt að koma frítt. Við erum ekki í aðstöðu til þess að borga háar fjárhæðir í félagaskipti,“ sagði Laporta en Barcelona hefur verið í fjárhagskrísu síðustu ár eftir að hafa eytt of háum fjárhæðum í launagreiðslur og félagaskipti undanfarin áratug. Laporta gagnrýndi einnig PSG fyrr að gera Mbappe að launahæsta leikmanni heims með nýja samningi hans við liðið. Laporta líkir aðferðum PSG við mannrán. „Þetta eyðileggur markaðinn. Leikmönnum verður rænt fyrir peninga. Þetta eru afleiðingar þess þegar heilt ríki er á bak við knattspyrnufélag. Þessi þróun er ekki sjálfbær fyrir fótboltann,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona. Barça president Laporta tells @lesportiucat on Neymar: "Who doesn't love Neymar? He's exceptional player... but all these players to return to Barça one day should come for free". 🇧🇷 #FCB"Players who have signed for clubs like PSG, have almost signed their slavery. For money". pic.twitter.com/z3URK6AIfU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2022
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira