Lögreglan skutlaði manni í strætó sem gekk síðan í skrokk á bílstjóranum Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2022 08:11 Strætisvagninn var á leið til Akureyrar og átti árásin sér stað við lokastoppistöð ferðarinnar. Vísir/Vilhelm Maður sem var skilinn eftir af strætó á bensínstöð á Blönduósi fékk far með lögreglunni að Varmahlíð þar sem hann fór aftur í vagninn. Þegar komið var að endastöð gekk hann í skrokk á strætóbílstjóranum ásamt félaga sínum. Fréttablaðið greinir frá því að 19. maí síðastliðinn hafi farþegi sem var á leið norður á land ásamt félaga sínum orðið eftir við stopp á bensínstöð á Blönduósi. Maðurinn hafi farið inn að kaupa sér pylsu en bílstjórinn þurfti að halda ferð sinni áfram þar sem maðurinn var of lengi inni. Félagi hans varð einn eftir í vagninum og byrjaði að þá að skammast í bílstjóranum. Fundu manninn og skutluðu honum í Varmahlíð Þegar bílstjórinn var kominn í Varmahlíð hafði stjórnstöð Strætó bs. samband við hann og bað hann um að bíða þar á meðan lögreglan skutlaði manninum aftur að vagninum. Lögreglumenn höfðu fundið manninn og ákveðið að gera honum greiða þar sem þeir voru á leið til Skagafjarðar. Þegar maðurinn var kominn aftur í vagninn var ferðinni haldið áfram til Akureyrar þar sem seinasta stoppistöð ferðarinnar er. Sakaður um að stela hring Þar opnaði bílstjórinn töskurýmið fyrir farþegana og beið eftir því að allir tækju töskurnar sínar þegar annar mannanna sakar hann um að hafa stolið hring af sér. Bílstjórinn neitaði því og þá byrjuðu félagarnir að ganga í skrokk á honum. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hjá stjórnendum Strætó. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Fréttablaðið að beiðni lögreglunnar um að vagninn skildi bíða eftir þeim sé ansi óvenjuleg. Lögreglan hafi aldrei beðið um slíkt áður. Lögreglumál Akureyri Strætó Blönduós Skagafjörður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá því að 19. maí síðastliðinn hafi farþegi sem var á leið norður á land ásamt félaga sínum orðið eftir við stopp á bensínstöð á Blönduósi. Maðurinn hafi farið inn að kaupa sér pylsu en bílstjórinn þurfti að halda ferð sinni áfram þar sem maðurinn var of lengi inni. Félagi hans varð einn eftir í vagninum og byrjaði að þá að skammast í bílstjóranum. Fundu manninn og skutluðu honum í Varmahlíð Þegar bílstjórinn var kominn í Varmahlíð hafði stjórnstöð Strætó bs. samband við hann og bað hann um að bíða þar á meðan lögreglan skutlaði manninum aftur að vagninum. Lögreglumenn höfðu fundið manninn og ákveðið að gera honum greiða þar sem þeir voru á leið til Skagafjarðar. Þegar maðurinn var kominn aftur í vagninn var ferðinni haldið áfram til Akureyrar þar sem seinasta stoppistöð ferðarinnar er. Sakaður um að stela hring Þar opnaði bílstjórinn töskurýmið fyrir farþegana og beið eftir því að allir tækju töskurnar sínar þegar annar mannanna sakar hann um að hafa stolið hring af sér. Bílstjórinn neitaði því og þá byrjuðu félagarnir að ganga í skrokk á honum. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hjá stjórnendum Strætó. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Fréttablaðið að beiðni lögreglunnar um að vagninn skildi bíða eftir þeim sé ansi óvenjuleg. Lögreglan hafi aldrei beðið um slíkt áður.
Lögreglumál Akureyri Strætó Blönduós Skagafjörður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira