Breiðablik ekki byrjað jafn illa í ellefu ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 16:32 Hildur Antonsdóttir reynri að sannfæra Vilhjálm Alvar um að hleypa Blikum upp töfluna. Vísir/Diego Bikarmeistarar Breiðabliks hafa farið skelfilega af stað í Bestu deild kvenna í fótbolta. Raunar hefur liðið ekki byrjað Íslandsmót jafn illa síðan 2011 ef stigasöfnun eftir sex umferðir er tekin saman. Fyrir tímabilið var búist við því að Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Breiðabliks myndu berjast um titilinn eins og hefur verið venjan undanfarin ár. Bæði lið hafa mátt þola óvænt töp í upphafi móts en Valur er hins vegar á toppi deildarinnar. Breiðablik er ekki einu sinni í efri hluta deildarinnar. Breiðablik tapaði óvænt gegn Keflavík í annarri umferð Bestu deildarinnar en annars var liðið í fínum málum þegar fjórar umferðir voru búnar. Þrír sigrar í hús og markatalan 11-2. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gengið upp. ÍBV mætti á Kópavogsvöll og vann 0-1 útisigur í fimmtu umferð og Valur gerði svo slíkt hið sama í vikunni. Vörn Breiðabliks hefur staðið vaktina með prýði til þessa enda liðið aðeins fengið á sig fjögur mörk í sex leikjum. Sóknarleikurinn hefur hins vegar hikstað enda liðið aðeins skorað í helming leikja sinna í sumar. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliks. Hér er hún í leiknum gegn Val.Vísir/Diego Sem stendur eru Íslandsmeistarar Vals með sex stiga forystu og ljóst að Breiðablik þarf að bíta í skjaldarrendur ef ekki á illa að fara líkt og sumarið 2011. Þá endaði Breiðablik í 6. sæti með aðeins 23 stig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira
Fyrir tímabilið var búist við því að Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Breiðabliks myndu berjast um titilinn eins og hefur verið venjan undanfarin ár. Bæði lið hafa mátt þola óvænt töp í upphafi móts en Valur er hins vegar á toppi deildarinnar. Breiðablik er ekki einu sinni í efri hluta deildarinnar. Breiðablik tapaði óvænt gegn Keflavík í annarri umferð Bestu deildarinnar en annars var liðið í fínum málum þegar fjórar umferðir voru búnar. Þrír sigrar í hús og markatalan 11-2. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gengið upp. ÍBV mætti á Kópavogsvöll og vann 0-1 útisigur í fimmtu umferð og Valur gerði svo slíkt hið sama í vikunni. Vörn Breiðabliks hefur staðið vaktina með prýði til þessa enda liðið aðeins fengið á sig fjögur mörk í sex leikjum. Sóknarleikurinn hefur hins vegar hikstað enda liðið aðeins skorað í helming leikja sinna í sumar. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliks. Hér er hún í leiknum gegn Val.Vísir/Diego Sem stendur eru Íslandsmeistarar Vals með sex stiga forystu og ljóst að Breiðablik þarf að bíta í skjaldarrendur ef ekki á illa að fara líkt og sumarið 2011. Þá endaði Breiðablik í 6. sæti með aðeins 23 stig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira