Soffía frænka ræður öllu í fjósinu á Snorrastöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 07:46 Kristján Ágúst Magnússon, kátur kúabóndi á bænum Snorrastöðum í Borgarbyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Soffía frænka úr Kardemommubænum kemur víða við, því nú er hún mætt í fjós á bæ í Borgarbyggð þar sem hún ræður ríkjum og stjórnar öllum kúnum í kringum sig með harðri hendi. Á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppnum hinum forna, nú Borgarbyggð er myndarlegt kúabú þar sem Kristján Ágúst Magnússon og Brandís Margrét Hauksdóttir eru kúabændur, auk þess að vera með ferðaþjónustu á bænum. Kristján keyrir rúllurnar á fóðurganginn en fjórar rúllur duga í tvo daga fyrir gripina. Sumarið leggst vel í fjölskylduna á Snorrastöðum hvað varðar mjólkina og ferðamennina. „Já, ég segi fyrir okkur, bæði ætlum við að láta kýrnar mjólka vel og svo erum við náttúrlega líka með ferðaþjónustu, það hjálpar og lítur vel út,“ segir Kristján. Kristján segir að kúabúskapur hafi breyst ótrúlega mikið á síðustu 25 til 30 árum. „Já, já, við byrjum hér, ég og konan mín fyrir 30 árum síðan. Það er bara himin og haf þarna á milli. Vinnuaðstæður og velferð dýra og allt það. Búin hafa stækkað gríðarlega og þeim fækkar náttúrulega líka.“ Fjósið er nýlegt og glæsilegt á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og mannfólkið þá eru kýrnar mismunandi karakterar. Það þekkir Kristján vel því Soffía frænka, sem á nöfnu úr Kardemommubænum en þær eru mjög líkar í skapi. „Hún er elst í hópnum og þegar hún kemur inn í biðplássið í mjaltabásinn þá ryður hún öllum frá og þær víkja allar fyrir henni. Það er mikið talað um einelti hjá mannfólki en það er ekki síður hjá gripum í fjósum, ekki síst í lausagöngufjósum“, segir Kristján enn fremur og drífur sig í kjölfarið að sækja fleiri rúllur í kýrnar og handa Soffíu til að halda henni góðri. Soffía frænka, sem ræður ríkjum í fjósinu á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppnum hinum forna, nú Borgarbyggð er myndarlegt kúabú þar sem Kristján Ágúst Magnússon og Brandís Margrét Hauksdóttir eru kúabændur, auk þess að vera með ferðaþjónustu á bænum. Kristján keyrir rúllurnar á fóðurganginn en fjórar rúllur duga í tvo daga fyrir gripina. Sumarið leggst vel í fjölskylduna á Snorrastöðum hvað varðar mjólkina og ferðamennina. „Já, ég segi fyrir okkur, bæði ætlum við að láta kýrnar mjólka vel og svo erum við náttúrlega líka með ferðaþjónustu, það hjálpar og lítur vel út,“ segir Kristján. Kristján segir að kúabúskapur hafi breyst ótrúlega mikið á síðustu 25 til 30 árum. „Já, já, við byrjum hér, ég og konan mín fyrir 30 árum síðan. Það er bara himin og haf þarna á milli. Vinnuaðstæður og velferð dýra og allt það. Búin hafa stækkað gríðarlega og þeim fækkar náttúrulega líka.“ Fjósið er nýlegt og glæsilegt á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og mannfólkið þá eru kýrnar mismunandi karakterar. Það þekkir Kristján vel því Soffía frænka, sem á nöfnu úr Kardemommubænum en þær eru mjög líkar í skapi. „Hún er elst í hópnum og þegar hún kemur inn í biðplássið í mjaltabásinn þá ryður hún öllum frá og þær víkja allar fyrir henni. Það er mikið talað um einelti hjá mannfólki en það er ekki síður hjá gripum í fjósum, ekki síst í lausagöngufjósum“, segir Kristján enn fremur og drífur sig í kjölfarið að sækja fleiri rúllur í kýrnar og handa Soffíu til að halda henni góðri. Soffía frænka, sem ræður ríkjum í fjósinu á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira