Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 21:31 Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun gildir til 31. maí. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak. Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak.
Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25
Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35