Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 21:31 Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun gildir til 31. maí. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak. Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak.
Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25
Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda