Góður grunnur fyrir fæðuöryggisstefnu Ólafur Stephensen skrifar 30. maí 2022 11:31 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í mánuðinum fyrir ríkisstjórnina tillögur sem miða að því að efla fæðuöryggi landsins. Tillögurnar ásamt greinargerð eru samdar af Jóhannesi Sveinbjörnsyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta er gott plagg, sem sýnir vel að fæðuöryggi er margþætt hugtak; miklu flóknara og viðameira en sú umræða sem hefur stundum á liðnum árum farið fram undir merkjum fæðuöryggis og gengur aðallega út á að vernda innlenda framleiðslu fyrir alþjóðlegri samkeppni. Fyrsta tillagan er að íslenzk stjórnvöld beiti sér sem fyrst fyrir því að Ísland verði metið með aðferðum svokallaðs Global Food Security Index (GFSI), sem gefi góða mynd af skilyrðum fyrir fæðuöryggi og framvindu í þeim efnum. Ýmsar tillögur og ábendingar Jóhannesar snúa að innlendri framleiðslu. Hann bendir til dæmis á þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Þá dregur hann fram að efla þurfi framleiðslu plöntuafurða á Íslandi, bæði til skepnufóðurs og manneldis. Það er verðugt markmið; eftirspurn eftir íslenzku grænmeti er þannig langt umfram það sem innlendir framleiðendur ná nú að anna. Alþjóðasamningar þurfa að tryggja aðgengi að fæðu Í tillögunum er bent á að ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. „Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ segir í tillögunum. Þessi ábending ætti að vera umhugsunarefni fyrir hagsmunasamtök og stjórnmálaflokka, sem vilja gera breytingar á alþjóðlegum samningum Íslands í þá veru að draga úr frjálsum viðskiptum með matvörur, hækka tolla og skerða þannig aðgang íslenzkra neytenda að mat á hagstæðu verði. Jóhannes bendir í greinargerðinni einmitt á að þegar GFSI-stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur. Hver er raunsæ skilgreining á fæðusjálfstæði? Hann bendir sömuleiðis á að í uppbyggingu stuðulsins hafi eiginlegt fæðusjálfstæði mjög lítið vægi, en ýmsir vísar varðandi atriði sem byggja undir möguleika á fæðuframleiðslu í heimalandinu hafi talsvert vægi samanlagt. Í framhaldinu er í greinargerðinni áhugaverð umfjöllun: „Þrengsta skilgreining á fullu fæðusjálfstæði er sú staða að land framleiði alla þá fæðu sem neytt er í landinu. Í nútímanum er þetta óraunhæft og ástæðulaust markmið, jafnvel Norður-Kórea sem er það land sem lengst vill ganga í þessu efni, er háð innflutningi matvæla og alþjóðlegri matvælaaðstoð. Raunsærri skilgreining á fæðusjálfstæði í nútímanum er hvort fæðuframleiðsla þjóðar nær að fullnægja reiknaðri fæðuþörf, burtséð frá því hvort þjóðin velur að selja hluta af hinni framleiddu fæðu og kaupa aðra fæðu í staðinn. Í slíku fæðusjálfstæði felst að land getur nýtt sér kosti alþjóðlegra viðskipta varðandi sérhæfingu og vöruúrval, en á sama tíma notið þess öryggis sem felst í því að geta á tímum þegar ógnir steðja að alþjóðaviðskiptum, t.d. vegna stríðsástands, heimsfaraldra eða umhverfisslysa, fært neyslu sína meira yfir á matvæli framleidd í heimalandinu og dregið úr innflutningi.“ Ísland er matarútflutningsland Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Ísland er nettó matarútflutningsland. Árið 2020 var um helmingur vöruútflutnings Íslands matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða, samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Innflutningur á sjávarfangi og landbúnaðarvörum nam hins vegar alls um 92,5 milljörðum. Í krafti öflugs sjávarútvegs aflar Ísland margfalt meiri matar en þjóðin getur torgað. Jóhannes bendir í greinargerð sinni á að ef horft sé á sjálfsaflahlutfall fæðutegunda liggi veikleikar fæðuframleiðslukerfis Íslendinga í framleiðslu plöntuafurða. Stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Í framhaldinu segir í greinargerðinni: „Með öðrum orðum, mat og vöktun á almennu fæðusjálfstæði og sjálfsaflahlutfalli einstakra fæðuflokka snýst ekki um að hafna alþjóðlegum viðskiptum með fæðu, heldur að þekkja bæði getu og raunveruleg afköst viðkomandi lands til eigin fæðuframleiðslu á hverjum tíma.“ Gott jafnvægi ætti að finnast Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, mynda góðan grundvöll fyrir frekari stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands, þar sem ætti að finnast gott jafnvægi á milli hagsmuna innlendrar framleiðslu og áframhaldandi áherzlu á öflug og frjáls alþjóðaviðskipti með mat. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í mánuðinum fyrir ríkisstjórnina tillögur sem miða að því að efla fæðuöryggi landsins. Tillögurnar ásamt greinargerð eru samdar af Jóhannesi Sveinbjörnsyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta er gott plagg, sem sýnir vel að fæðuöryggi er margþætt hugtak; miklu flóknara og viðameira en sú umræða sem hefur stundum á liðnum árum farið fram undir merkjum fæðuöryggis og gengur aðallega út á að vernda innlenda framleiðslu fyrir alþjóðlegri samkeppni. Fyrsta tillagan er að íslenzk stjórnvöld beiti sér sem fyrst fyrir því að Ísland verði metið með aðferðum svokallaðs Global Food Security Index (GFSI), sem gefi góða mynd af skilyrðum fyrir fæðuöryggi og framvindu í þeim efnum. Ýmsar tillögur og ábendingar Jóhannesar snúa að innlendri framleiðslu. Hann bendir til dæmis á þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Þá dregur hann fram að efla þurfi framleiðslu plöntuafurða á Íslandi, bæði til skepnufóðurs og manneldis. Það er verðugt markmið; eftirspurn eftir íslenzku grænmeti er þannig langt umfram það sem innlendir framleiðendur ná nú að anna. Alþjóðasamningar þurfa að tryggja aðgengi að fæðu Í tillögunum er bent á að ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. „Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ segir í tillögunum. Þessi ábending ætti að vera umhugsunarefni fyrir hagsmunasamtök og stjórnmálaflokka, sem vilja gera breytingar á alþjóðlegum samningum Íslands í þá veru að draga úr frjálsum viðskiptum með matvörur, hækka tolla og skerða þannig aðgang íslenzkra neytenda að mat á hagstæðu verði. Jóhannes bendir í greinargerðinni einmitt á að þegar GFSI-stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur. Hver er raunsæ skilgreining á fæðusjálfstæði? Hann bendir sömuleiðis á að í uppbyggingu stuðulsins hafi eiginlegt fæðusjálfstæði mjög lítið vægi, en ýmsir vísar varðandi atriði sem byggja undir möguleika á fæðuframleiðslu í heimalandinu hafi talsvert vægi samanlagt. Í framhaldinu er í greinargerðinni áhugaverð umfjöllun: „Þrengsta skilgreining á fullu fæðusjálfstæði er sú staða að land framleiði alla þá fæðu sem neytt er í landinu. Í nútímanum er þetta óraunhæft og ástæðulaust markmið, jafnvel Norður-Kórea sem er það land sem lengst vill ganga í þessu efni, er háð innflutningi matvæla og alþjóðlegri matvælaaðstoð. Raunsærri skilgreining á fæðusjálfstæði í nútímanum er hvort fæðuframleiðsla þjóðar nær að fullnægja reiknaðri fæðuþörf, burtséð frá því hvort þjóðin velur að selja hluta af hinni framleiddu fæðu og kaupa aðra fæðu í staðinn. Í slíku fæðusjálfstæði felst að land getur nýtt sér kosti alþjóðlegra viðskipta varðandi sérhæfingu og vöruúrval, en á sama tíma notið þess öryggis sem felst í því að geta á tímum þegar ógnir steðja að alþjóðaviðskiptum, t.d. vegna stríðsástands, heimsfaraldra eða umhverfisslysa, fært neyslu sína meira yfir á matvæli framleidd í heimalandinu og dregið úr innflutningi.“ Ísland er matarútflutningsland Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Ísland er nettó matarútflutningsland. Árið 2020 var um helmingur vöruútflutnings Íslands matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða, samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Innflutningur á sjávarfangi og landbúnaðarvörum nam hins vegar alls um 92,5 milljörðum. Í krafti öflugs sjávarútvegs aflar Ísland margfalt meiri matar en þjóðin getur torgað. Jóhannes bendir í greinargerð sinni á að ef horft sé á sjálfsaflahlutfall fæðutegunda liggi veikleikar fæðuframleiðslukerfis Íslendinga í framleiðslu plöntuafurða. Stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Í framhaldinu segir í greinargerðinni: „Með öðrum orðum, mat og vöktun á almennu fæðusjálfstæði og sjálfsaflahlutfalli einstakra fæðuflokka snýst ekki um að hafna alþjóðlegum viðskiptum með fæðu, heldur að þekkja bæði getu og raunveruleg afköst viðkomandi lands til eigin fæðuframleiðslu á hverjum tíma.“ Gott jafnvægi ætti að finnast Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, mynda góðan grundvöll fyrir frekari stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands, þar sem ætti að finnast gott jafnvægi á milli hagsmuna innlendrar framleiðslu og áframhaldandi áherzlu á öflug og frjáls alþjóðaviðskipti með mat. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun