Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykjavík Árni Sæberg skrifar 30. maí 2022 23:13 Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að sækja veikan einstakling til Vestmannaeyja vegna veðurskilyrða í höfuðborginni. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt. Mikil þoka hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu síðan í gær vegna þess hversu hlýtt loft hefur verið yfir landinu undanfarið. Þokan olli því að flugvél Mýflugs gat ekki flutt veikan einstakling frá Vestmannaeyjum í nótt. „Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum á þessu ári að Landhelgisgæslan hefur sinnt sjúkraflugi frá Eyjum þegar aðstæður í Vestmannaeyjum hafa verið með þeim hætti að flugvél hefur ekki getað ekki lent þar. Þá eiga þyrlurnar auðveldara um vik að lenda annars staðar á eyjunni en þetta var akkúrat öfugt í nótt. Þá var það þannig að sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna þoku. Aftur á móti heiðskýrt og sérlega gott veður í Vestmannaeyjum,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að útkallið hafa gengið vel og að sjúklingnum hafi verið komið hratt og örugglega á Landspítala. Þá segir hann að það sem af er ári hafi Landhelgisgæslan farið óvenjumörg sjúkraflug til Vestmannaeyja vegna slæmra veðurskilyrða í Eyjum. Til að mynda hafi þyrluflugmaður lent þyrlunni á bílastæði á Hamrinum fyrir aðeins um hálfum mánuði. Þá sótti þyrlan slasaðan franskan ferðamann til Eyja um helgina en sá hafði runnið í skriðum við Stafsnes og fallið tugi metra. Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Reykjavík Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Mikil þoka hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu síðan í gær vegna þess hversu hlýtt loft hefur verið yfir landinu undanfarið. Þokan olli því að flugvél Mýflugs gat ekki flutt veikan einstakling frá Vestmannaeyjum í nótt. „Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum á þessu ári að Landhelgisgæslan hefur sinnt sjúkraflugi frá Eyjum þegar aðstæður í Vestmannaeyjum hafa verið með þeim hætti að flugvél hefur ekki getað ekki lent þar. Þá eiga þyrlurnar auðveldara um vik að lenda annars staðar á eyjunni en þetta var akkúrat öfugt í nótt. Þá var það þannig að sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna þoku. Aftur á móti heiðskýrt og sérlega gott veður í Vestmannaeyjum,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að útkallið hafa gengið vel og að sjúklingnum hafi verið komið hratt og örugglega á Landspítala. Þá segir hann að það sem af er ári hafi Landhelgisgæslan farið óvenjumörg sjúkraflug til Vestmannaeyja vegna slæmra veðurskilyrða í Eyjum. Til að mynda hafi þyrluflugmaður lent þyrlunni á bílastæði á Hamrinum fyrir aðeins um hálfum mánuði. Þá sótti þyrlan slasaðan franskan ferðamann til Eyja um helgina en sá hafði runnið í skriðum við Stafsnes og fallið tugi metra.
Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Reykjavík Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira