Fóru yfir agavandamál Eyjamanna: Lárus Orri telur að Guðjón Pétur spili ekki aftur fyrir ÍBV Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 07:30 Guðjón Pétur reynir að stinga Kristinn Frey Sigurðsson af í leik ÍBV gegn FH í Kaplakrika. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar ÍBV hafa ekki átt sjö dagana sæla í Bestu deild karla í fótbolta til þessa. Liðið er með þrjú stig eftir átta umferðir og hefur ekki unnið leik. Það virðist lítill agi vera á liðinu sem hefur sankað að sér spjöldum og þá er Guðjón Pétur Lýðsson í vikustraffi. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur hins vegar að miðjumaðurinn spili ekki aftur fyrir félagið. „Mér finnst að það sé kjörið tækifæri hjá ÍBV að byrja mótið frá síðasta leik. Þá kemur upp augnablik þar sem Guðjón Pétur Lýðsson er takinn af velli og honum lendir saman við Hermann (Hreiðarsson, þjálfara),“ segir Lárus Orri. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 „Það hafa margir séð það myndband. Guðjón Pétur er tekinn af velli og þó maður heyri ekki hvað er sagt þá virðist vera eins og hann hreyti einhverju (í Hermann). Guðjón er ósáttur, þeir fara eitthvað saman og það er gengið á milli. Guðjón virðist síðan ganga til búningsherbergja,“ sagði Guðmundur Benediktsson um atvikið sem sjá má hér að ofan. „Hemmi kom inn á það að hann væri í vikustraffi. Hann er reyndar í lengra straffi því Hemmi veit alveg að það eru landsleikir þannig að hann er allavegana í þriggja vikna straffi,“ bætti Guðmundur við. „Rauða spjaldið sem Elvis (Okello Bwomono) fær í þeim líka var alveg skelfilegt. Bæði gulu spjöldin voru alveg út úr kú. Svo er það þetta augnablik með Hans (Kamta Mpongo) og vítaspyrnuna (sem Andri Rúnar Bjarnason tók og klúðraði),“ bætti Lárus Orri við og heldur áfram. „Núna er landsleikjahlé og ég held það sé ekkert lið fegnara því en ÍBV. Þeir eiga að nota þetta hlé til þess að byrja á því að útkljá öll þessi mál. Hemmi er nú í lykilstöðu til að afgreiða þessi mál og taka fast á þessu öllu saman. Þeir þurfa að taka hart á öllum þessum málum og sýna að þeim er alvara.“ Albert Brynjar Ingason lagði svo orð í belg. „Til að koma aðeins inn á þennan punkt með stöðuna á liðinu. Það er búið að vera rosalega neikvæð umræða í kringum liðið. Það bætist ofan á það með Guðjón Pétur, svo gerist þetta atvik gegn ÍA.“ „ÍBV dettur svo út úr bikarnum gegn Fylki (sem leika í Lengjudeildinni) þar sem Tómas Bent Magnússon fer í glórulausa tæklingu á gulu spjaldi og er sendur af velli. Hemmi kemur ekki í viðtal eftir leik sem mér fannst rosalega skrítin ákvörðun. Umræðan er orðin neikvæð, að gera ekki sitt allra besta til að stýra henni í rétta átt. Að sleppa viðtali þarna býr til enn eina neikvæðu fyrirsögnina.“ Að lokum spurði Guðmundur einfaldlega hvort Guðjón Pétur myndi spila aftur fyrir ÍBV. „Það kæmi mér á óvart, yrði hissa ef ég myndi sjá það. Þetta sem maður sér þegar hann kemur út af á ekki að eiga sér stað hjá nokkrum leikmönnum. Hvað þá hjá svona reyndum leikmanni,“ sagði Lárus Orri. „Ég set alveg spurningamerki við það að þjálfari sé að fara upp í andlitið á leikmanni. Í staðinn fyrir að Guðjón Pétur missi sig þá ertu kominn með þjálfarann í það líka,“ sagði Albert Brynjar um atvikið en lét þó vera að spá fyrir um hvort Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV eftir landsleikjahlé. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Agavandamál ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Stúkan Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur hins vegar að miðjumaðurinn spili ekki aftur fyrir félagið. „Mér finnst að það sé kjörið tækifæri hjá ÍBV að byrja mótið frá síðasta leik. Þá kemur upp augnablik þar sem Guðjón Pétur Lýðsson er takinn af velli og honum lendir saman við Hermann (Hreiðarsson, þjálfara),“ segir Lárus Orri. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 „Það hafa margir séð það myndband. Guðjón Pétur er tekinn af velli og þó maður heyri ekki hvað er sagt þá virðist vera eins og hann hreyti einhverju (í Hermann). Guðjón er ósáttur, þeir fara eitthvað saman og það er gengið á milli. Guðjón virðist síðan ganga til búningsherbergja,“ sagði Guðmundur Benediktsson um atvikið sem sjá má hér að ofan. „Hemmi kom inn á það að hann væri í vikustraffi. Hann er reyndar í lengra straffi því Hemmi veit alveg að það eru landsleikir þannig að hann er allavegana í þriggja vikna straffi,“ bætti Guðmundur við. „Rauða spjaldið sem Elvis (Okello Bwomono) fær í þeim líka var alveg skelfilegt. Bæði gulu spjöldin voru alveg út úr kú. Svo er það þetta augnablik með Hans (Kamta Mpongo) og vítaspyrnuna (sem Andri Rúnar Bjarnason tók og klúðraði),“ bætti Lárus Orri við og heldur áfram. „Núna er landsleikjahlé og ég held það sé ekkert lið fegnara því en ÍBV. Þeir eiga að nota þetta hlé til þess að byrja á því að útkljá öll þessi mál. Hemmi er nú í lykilstöðu til að afgreiða þessi mál og taka fast á þessu öllu saman. Þeir þurfa að taka hart á öllum þessum málum og sýna að þeim er alvara.“ Albert Brynjar Ingason lagði svo orð í belg. „Til að koma aðeins inn á þennan punkt með stöðuna á liðinu. Það er búið að vera rosalega neikvæð umræða í kringum liðið. Það bætist ofan á það með Guðjón Pétur, svo gerist þetta atvik gegn ÍA.“ „ÍBV dettur svo út úr bikarnum gegn Fylki (sem leika í Lengjudeildinni) þar sem Tómas Bent Magnússon fer í glórulausa tæklingu á gulu spjaldi og er sendur af velli. Hemmi kemur ekki í viðtal eftir leik sem mér fannst rosalega skrítin ákvörðun. Umræðan er orðin neikvæð, að gera ekki sitt allra besta til að stýra henni í rétta átt. Að sleppa viðtali þarna býr til enn eina neikvæðu fyrirsögnina.“ Að lokum spurði Guðmundur einfaldlega hvort Guðjón Pétur myndi spila aftur fyrir ÍBV. „Það kæmi mér á óvart, yrði hissa ef ég myndi sjá það. Þetta sem maður sér þegar hann kemur út af á ekki að eiga sér stað hjá nokkrum leikmönnum. Hvað þá hjá svona reyndum leikmanni,“ sagði Lárus Orri. „Ég set alveg spurningamerki við það að þjálfari sé að fara upp í andlitið á leikmanni. Í staðinn fyrir að Guðjón Pétur missi sig þá ertu kominn með þjálfarann í það líka,“ sagði Albert Brynjar um atvikið en lét þó vera að spá fyrir um hvort Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV eftir landsleikjahlé. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Agavandamál ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Stúkan Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira