Nadal áfram drottnari leirsins eftir sigur á Djokovic | Byrjuðu í maí en luku leik í júní Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 11:01 Rafael Nadal felldi tár er sigurinn var í höfn. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Rafael Nadal og Novak Djokovic mættust í uppgjöri tveggja af bestu tennisspilara allra tíma í átta manna úrslitum á Opna franska meistaramótinu sem fram fer á hinum fornfræga Roland Garros-velli í París. Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska. Tennis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska.
Tennis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti