Króatía tekur upp evruna á næsta ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 17:47 Króatía stefnir að því að taka upp evruna í byrjun næsta árs. GETTY/ Philipp von Ditfurth Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að Króatía uppfylli öll skilyrði til þess að taka upp evruna, strax á næsta ári. Minna en áratugur er liðinn síðan Króatía gekk í Evrópusambandið. Króatía mun taka upp evruna strax í byrjun næsta árs. Þetta tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag. Með gjaldmiðilsbreytingunni verður Króatía tuttugasta landið til þess að nota evruna. „Í dag tók Króatía stórt skref í átt þess að taka upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil okkar,“ skrifar Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB á twitter. Hún sagði þá í yfirlýsingu að með því að taka upp gjaldmiðilinn muni efnahagur Króatíu styrkjast. Með breytingunni mun Króatía leggja gjaldmiðil sinn, kúnuna, á hilluna tæpum áratug eftir að ganga til liðs við ESB. Congratulations, Croatia! 🇭🇷Today, Croatia has made a significant step towards joining the euro, our common currency.The @EU_Commission agrees that Croatia is ready to adopt the euro on 1 January 2023.We will continue our close cooperation, dear @AndrejPlenkovic.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) June 1, 2022 Þó svo að aðildarríki ESB séu hvött til þess að taka upp evruna er það ekki sjálfgefið og þau fá ekki rétt til þess að taka hana upp einungis með því að ganga í sambandið. Fyrst þurfa þau að uppfylla bæði lagaleg- og efnahagsleg skilyrði. Þar á meðal er lítill halli í ríkissjóði og lítil verðbólga. Evrópuþingið og öll 27 aðildarríki ESB þurfa að samþykkja tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að leyfa Króatíu að taka upp evruna. Endanleg niðurstaða í málinu gæti legið fyrir strax í júlí. Króatía stefnir að því að skipta kúnunni út fyrir evruna 1. janúar næstkomandi. Búlgaría stefnir sömuleiðis að því að taka upp evruna og er markmiðið sett á að taka hana upp í janúar 2024. Aðildarríki ESB hafa hins vegar lýst áhyggjum af langtímastöðugleika efnahagsins í Búlgaríu. Evrópusambandið Króatía Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Króatía mun taka upp evruna strax í byrjun næsta árs. Þetta tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag. Með gjaldmiðilsbreytingunni verður Króatía tuttugasta landið til þess að nota evruna. „Í dag tók Króatía stórt skref í átt þess að taka upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil okkar,“ skrifar Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB á twitter. Hún sagði þá í yfirlýsingu að með því að taka upp gjaldmiðilinn muni efnahagur Króatíu styrkjast. Með breytingunni mun Króatía leggja gjaldmiðil sinn, kúnuna, á hilluna tæpum áratug eftir að ganga til liðs við ESB. Congratulations, Croatia! 🇭🇷Today, Croatia has made a significant step towards joining the euro, our common currency.The @EU_Commission agrees that Croatia is ready to adopt the euro on 1 January 2023.We will continue our close cooperation, dear @AndrejPlenkovic.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) June 1, 2022 Þó svo að aðildarríki ESB séu hvött til þess að taka upp evruna er það ekki sjálfgefið og þau fá ekki rétt til þess að taka hana upp einungis með því að ganga í sambandið. Fyrst þurfa þau að uppfylla bæði lagaleg- og efnahagsleg skilyrði. Þar á meðal er lítill halli í ríkissjóði og lítil verðbólga. Evrópuþingið og öll 27 aðildarríki ESB þurfa að samþykkja tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að leyfa Króatíu að taka upp evruna. Endanleg niðurstaða í málinu gæti legið fyrir strax í júlí. Króatía stefnir að því að skipta kúnunni út fyrir evruna 1. janúar næstkomandi. Búlgaría stefnir sömuleiðis að því að taka upp evruna og er markmiðið sett á að taka hana upp í janúar 2024. Aðildarríki ESB hafa hins vegar lýst áhyggjum af langtímastöðugleika efnahagsins í Búlgaríu.
Evrópusambandið Króatía Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira