Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 22:04 Starfshópur matvælaráðherra vill setja strangari reglugerð um blóðmerahald sem gildi í þrjú ár. Stjórnarráðið Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla. Starfshópurinn var skipaður af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í lok síðasta árs til þess að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kring um blóðtöku úr fylfullum hryssum. Hann hefur nú skilað skýrslu sinni, þar sem rýnt er í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið. Fram kemur í skýrslunni að lagaumgjörðin um blóðtöku úr fylfullum hryssum sé afar óljós og ekki viðunandi þar sem um nokkuð umfangsmikla og umdeilda starfsemi sé að ræða. Mat starfshópsins sé það að lagaheimild sé til staðar til að starfsemin sé gerð leyfisskyld og því ekki þörf á lagabreytingum til þess að svo megi verða. „Á grundvelli skýrslunnar hefur matvælaráðherra ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem mun gilda til þriggja ára. Í reglugerðinni verður skýrt kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þarf að uppfylla og jafnframt að starfsemin sé leyfisskyld,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Vill sérstaka umfjöllun um siðferðisleg álitamál Með setningu reglugerðarinnar verði óljós réttarstaða starfseminnar færð til betri vegar og á meðan hún sé í gildi verði fylgst með framkvæmd starfseminnar og lagt mat á framtíð hennar. „Samhliða telur matvælaráðherra rétt að efna til sérstakrar umfjöllunar um siðferðileg álitamál tengd starfseminni. Með því að setja reglugerð af þessu tagi verður skýrt að starfsemin sé leyfisskyld og háð skilyrðum og jafnframt að hún fellur ekki undir ákvæði reglugerðar nr. 460/2017 um dýr sem notuð eru í vísindaskyni.“ Fram kemur í tilkynningunni að skilyrði reglugerðarinnar muni byggja á sömu skilyrðum og Matvælastofnun setji nú. Hópurinn leggi einni gtil að þau verði hert, meðal annars með tilliti til sjónarmiða sem fram komu hjá hagaðilum og öðrum sem starfshópurinn hafi rætt við. Setja þurfi ítarlegri ákvæði um aðbúnað og aðstöðu, eftirlit með ástandi hrossa varðandi heilbrigði, hófhirðu og skapgerðarmat, vinnuaðferðir við blóðtökuna sjálfa og um innra og ytra eftirlit með henni. Ekki verði leyfilegt að notast við kerfi sem byggi á magnframleiðslu „Þá telur hópurinn nauðsynlegt að óháður aðili svo sem Tilraunastöðin á Keldum sannreyni mælingar á blóðbúskap hryssnanna að minnsta kosti tímabundið. Nauðsynlegt er einnig að skilyrði verði sett um aldursbil hryssna í blóðtöku, hámarksfjölda í stóðum og hámarksfjölda sem dýralæknir má hafa umsjón með í blóðöku,“ segir í tilkynningunni. Hópurinn telji einnig eðlileg að aðstoðarmaður undir stjórn dýralæknis sé til staðar við hvern blóðtökubás til að geta brugðist skjótt við komi upp vandamál. Hópurinn leggur sömuleiðis fram að ekki verði leyfilegt að notast við framleiðslukerfi sem hvetji til og byggi á magnframleiðslu, enda geti það stefnt velferð dýranna í hættu. Blóðmerahald Alþingi Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16. maí 2022 11:51 Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. 13. maí 2022 10:59 Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í lok síðasta árs til þess að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kring um blóðtöku úr fylfullum hryssum. Hann hefur nú skilað skýrslu sinni, þar sem rýnt er í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið. Fram kemur í skýrslunni að lagaumgjörðin um blóðtöku úr fylfullum hryssum sé afar óljós og ekki viðunandi þar sem um nokkuð umfangsmikla og umdeilda starfsemi sé að ræða. Mat starfshópsins sé það að lagaheimild sé til staðar til að starfsemin sé gerð leyfisskyld og því ekki þörf á lagabreytingum til þess að svo megi verða. „Á grundvelli skýrslunnar hefur matvælaráðherra ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem mun gilda til þriggja ára. Í reglugerðinni verður skýrt kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þarf að uppfylla og jafnframt að starfsemin sé leyfisskyld,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Vill sérstaka umfjöllun um siðferðisleg álitamál Með setningu reglugerðarinnar verði óljós réttarstaða starfseminnar færð til betri vegar og á meðan hún sé í gildi verði fylgst með framkvæmd starfseminnar og lagt mat á framtíð hennar. „Samhliða telur matvælaráðherra rétt að efna til sérstakrar umfjöllunar um siðferðileg álitamál tengd starfseminni. Með því að setja reglugerð af þessu tagi verður skýrt að starfsemin sé leyfisskyld og háð skilyrðum og jafnframt að hún fellur ekki undir ákvæði reglugerðar nr. 460/2017 um dýr sem notuð eru í vísindaskyni.“ Fram kemur í tilkynningunni að skilyrði reglugerðarinnar muni byggja á sömu skilyrðum og Matvælastofnun setji nú. Hópurinn leggi einni gtil að þau verði hert, meðal annars með tilliti til sjónarmiða sem fram komu hjá hagaðilum og öðrum sem starfshópurinn hafi rætt við. Setja þurfi ítarlegri ákvæði um aðbúnað og aðstöðu, eftirlit með ástandi hrossa varðandi heilbrigði, hófhirðu og skapgerðarmat, vinnuaðferðir við blóðtökuna sjálfa og um innra og ytra eftirlit með henni. Ekki verði leyfilegt að notast við kerfi sem byggi á magnframleiðslu „Þá telur hópurinn nauðsynlegt að óháður aðili svo sem Tilraunastöðin á Keldum sannreyni mælingar á blóðbúskap hryssnanna að minnsta kosti tímabundið. Nauðsynlegt er einnig að skilyrði verði sett um aldursbil hryssna í blóðtöku, hámarksfjölda í stóðum og hámarksfjölda sem dýralæknir má hafa umsjón með í blóðöku,“ segir í tilkynningunni. Hópurinn telji einnig eðlileg að aðstoðarmaður undir stjórn dýralæknis sé til staðar við hvern blóðtökubás til að geta brugðist skjótt við komi upp vandamál. Hópurinn leggur sömuleiðis fram að ekki verði leyfilegt að notast við framleiðslukerfi sem hvetji til og byggi á magnframleiðslu, enda geti það stefnt velferð dýranna í hættu.
Blóðmerahald Alþingi Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16. maí 2022 11:51 Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. 13. maí 2022 10:59 Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16. maí 2022 11:51
Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. 13. maí 2022 10:59
Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05