Messi skilur baulið og ætlar að gera betur Atli Arason skrifar 2. júní 2022 07:30 Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain. Getty Images Lionel Messi segist skilja baulið sem hann og aðrir leikmenn PSG urðu fyrir af stuðningsmönnum liðsins eftir að félagið datt úr Meistaradeild Evrópu fyrr á tímabilinu. Hann segist staðráðinn í að gera betur á næsta tímabili. „Þetta var alveg nýtt fyrir mér, þetta kom aldrei fyrir mig hjá Barcelona heldur þvert á móti. Þetta er samt skiljanlegt, þessi reiði stuðningsmanna, vegna þeirra leikmanna sem við erum með og af því að liðið datt út annað árið í röð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta skeði í París, að vera slegin út í Meistaradeildinni með þessum hætti. Reiði fólks var skiljanleg,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG, í löngu einkaviðtali við TyC Sports. Messi hafði áhyggjur af fjölskyldunni sinni eftir að stuðningsmennirnir bauluðu á hann, hvaða áhrif þetta gæti haft á þau. „Um leið og þessu var lokið þá spurði ég hvað krakkar mínir sögðu, hvort þau höfðu séð þetta. Mér fannst ekki gaman að fjölskylda mín var þarna og heyrði stuðningsmennina baula á mig. Börnin mín voru þarna og upplifðu þetta. Þau sögðu ekki neitt við mig, þau skildu ekki neitt í þessu af því þau skildu ekki afhverju var verið að baula. Ég veit samt að þau fundu fyrir einhverju.“ Lionel Messi er handhafi Ballon d'Or styttunnar, sem besti leikmaður heims fær ár hvert. Messi varar alla andstæðinga sína við að hann og PSG verða betri á næsta tímabili. „Þegar ég hugsa um sjálfan mig frá þessu tímabili þá vil ég gera betur. Ég vill snúa gengi liðsins við, hætta að hafa þessa tilfinningu að hafa skipt um félag og hafa ekki gert vel. Ég veit að næsta ár verður öðruvísi og ég er tilbúinn fyrir það sem koma skal. Núna þekki ég klúbbinn, ég þekki borgina. Mér líður betur í búningsklefanum og með liðsfélögum mínum. Næsta tímabil verður öðruvísi,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
„Þetta var alveg nýtt fyrir mér, þetta kom aldrei fyrir mig hjá Barcelona heldur þvert á móti. Þetta er samt skiljanlegt, þessi reiði stuðningsmanna, vegna þeirra leikmanna sem við erum með og af því að liðið datt út annað árið í röð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta skeði í París, að vera slegin út í Meistaradeildinni með þessum hætti. Reiði fólks var skiljanleg,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG, í löngu einkaviðtali við TyC Sports. Messi hafði áhyggjur af fjölskyldunni sinni eftir að stuðningsmennirnir bauluðu á hann, hvaða áhrif þetta gæti haft á þau. „Um leið og þessu var lokið þá spurði ég hvað krakkar mínir sögðu, hvort þau höfðu séð þetta. Mér fannst ekki gaman að fjölskylda mín var þarna og heyrði stuðningsmennina baula á mig. Börnin mín voru þarna og upplifðu þetta. Þau sögðu ekki neitt við mig, þau skildu ekki neitt í þessu af því þau skildu ekki afhverju var verið að baula. Ég veit samt að þau fundu fyrir einhverju.“ Lionel Messi er handhafi Ballon d'Or styttunnar, sem besti leikmaður heims fær ár hvert. Messi varar alla andstæðinga sína við að hann og PSG verða betri á næsta tímabili. „Þegar ég hugsa um sjálfan mig frá þessu tímabili þá vil ég gera betur. Ég vill snúa gengi liðsins við, hætta að hafa þessa tilfinningu að hafa skipt um félag og hafa ekki gert vel. Ég veit að næsta ár verður öðruvísi og ég er tilbúinn fyrir það sem koma skal. Núna þekki ég klúbbinn, ég þekki borgina. Mér líður betur í búningsklefanum og með liðsfélögum mínum. Næsta tímabil verður öðruvísi,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira