Guðjón Pétur og Hermann ná sáttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 14:01 Guðjón Pétur á fleygiferð gegn FH fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, og Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, hafa náð sáttum eftir að sauð upp úr á milli þeirra tveggja í leik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta nýverið. Í kjölfarið var Guðjón Pétur settur í vikustraff en hann segir nú málið úr sögunni. Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35