Innlent

Gamli Herjólfur kominn með fram­halds­líf í Fær­eyjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gamli Herjólfur, skipið fyrir aftan bátinn, fær nýtt líf í Færeyjum.
Gamli Herjólfur, skipið fyrir aftan bátinn, fær nýtt líf í Færeyjum. Vísir/Vilhelm

Gamli Herjólfur, eða Herjólfur III er kominn til Færeyjar, þar sem ferjan verður aðallega nýtt sem vöruflutningaskip.

Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins þar sem fram kemur að íslensk yfirvöld hafi nú undirritað leigusamning við Strandfaraskip Landsins, ríkisstofnun Færeyja sem sér um almenningssamgöngur í Færeyjum.

Gamli Herjólfur kom til Færeyja á mánudaginn. Skipið mun sigla á svokallaði Suðureyjarleið, frá Þórshöfn til Suðureyjar, að því er fram kemur á vef Kringvarpsis.

Skipið mun fyrst og fremst sinna vöruflutningum á en einnig vera afleysingaferja með farþega þegar þörf krefur.

Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 í desember á síðasta ári að viðræður um leigu á gamla Herjólfi til Færeyja stæðu yfir.

Grundvöllur leigunnar er þó sá að ferjan verður áfram varaferja fyrir nýja Herjólf og til taks ef þörf krefur á að nýta hana hér á landi.

Eftir að nýji Herjólfur var tekinn í gagnið hefur hlutverk þess gamla verið í talsverði óvissu, ekki síst eftir að Vegagerðin komst að þeirri niðurstöðu að Herjólfur III væri ekki fýsilegur kostur til að koma í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.

Nú hefur gamli Herjólfur fengið framhaldsslíf í Færeyjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×