Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 22:31 Breka Karlssyni líst ekkert á að enn eitt auglýsingaskiltið verði sett upp við Klambratún. Stöð 2/Sigurjón Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum. Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum.
Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira