Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 12:59 Þórhildur Sunna vonar að stofnun nefndarinnar sé til marks um breytingar hjá ríkisstjórninni. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang. Forsætisráðuneytið tilkynnti í gær um stofnun tímabundinnar ráðherranefndar um málefni innflytjenda og flóttafólks. Hlutverk nefndarinnar verði að vinna markvisst að áherslum ríkisstjórnarinnar í málaflokkinum sem birtast í stjórnarsáttmála. „Þessi nefnd fer nú af stað og henni er ætlað að huga að bæði þeim sem koma hingað til að vinna, þeim sem eru að koma hingað í leit að alþjóðlegri vernd og líka bara hvernig við getum hugað að því að taka vel á móti fólki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Aðspurð hvort um stefnubreytingu í málaflokkinum væri að ræða sagði Katrín: „Þetta sýnir miklu heldur að við erum í raun og veru að forgangsraða þessum málefnum með því að setja niður sérstaka ráðherranefnd, þannig að við erum að vinna áfram út frá þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en erum að setja þetta ofar á dagskrána.“ Katrín Jakobsdóttir segir að verið sé að setja útlendingamál í ákveðinn forgang með stofnun ráðherranefndarinnar.Vísir/vilhelm Ótrúverðugt ef frumvarpið fer í gegn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að ríkisstjórnin geti ekki ráðist í endurbætur á málaflokkinum ef samþykkja eigi útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. „Það segir sig sjálft að ríkisstjórnin getur ekki skipað ráðherranefnd um heildarendurskoðun á þessum málaflokki og byrjað þá vinnu með því að keyra í gegn mjög umdeilt frumvarp sem þrengir verulega að réttindum þessa hóps sem ríkisstjórnin ætlar að skoða í því ljósi að þau séu mannauður og fengur, eins og þau lýstu í þessari yfirlýsingu,“ segir Þórhildur Sunna. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins um stofnun nefndarinnar segir: Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir m.a. að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins. Tryggja þurfi að innflytjendur sem hér vilji búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína og þekkingu. Þórhildur Sunna vonar að málið sé til marks um stefnubreytingu. „Ef það er byrjunarpunkturinn að samþykkja þessi ómannúðlegu lög, þá er skipun þessa starfshóps auðvitað bara einn ein smjörklípan til þess að beina athyglinni frá mannvonsku þessa frumvarps.“ Hún fái ekki annað séð en að falla verði frá frumvarpi dómsmálaráðherra. „Allt annað er ótrúverðugt varðandi þessa vinnu. Þau eru búin að velja að skipa starfshóp, þau geta ekki valið bæði,“ segir Þórhildur Sunna. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2. júní 2022 14:01 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Forsætisráðuneytið tilkynnti í gær um stofnun tímabundinnar ráðherranefndar um málefni innflytjenda og flóttafólks. Hlutverk nefndarinnar verði að vinna markvisst að áherslum ríkisstjórnarinnar í málaflokkinum sem birtast í stjórnarsáttmála. „Þessi nefnd fer nú af stað og henni er ætlað að huga að bæði þeim sem koma hingað til að vinna, þeim sem eru að koma hingað í leit að alþjóðlegri vernd og líka bara hvernig við getum hugað að því að taka vel á móti fólki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Aðspurð hvort um stefnubreytingu í málaflokkinum væri að ræða sagði Katrín: „Þetta sýnir miklu heldur að við erum í raun og veru að forgangsraða þessum málefnum með því að setja niður sérstaka ráðherranefnd, þannig að við erum að vinna áfram út frá þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en erum að setja þetta ofar á dagskrána.“ Katrín Jakobsdóttir segir að verið sé að setja útlendingamál í ákveðinn forgang með stofnun ráðherranefndarinnar.Vísir/vilhelm Ótrúverðugt ef frumvarpið fer í gegn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að ríkisstjórnin geti ekki ráðist í endurbætur á málaflokkinum ef samþykkja eigi útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. „Það segir sig sjálft að ríkisstjórnin getur ekki skipað ráðherranefnd um heildarendurskoðun á þessum málaflokki og byrjað þá vinnu með því að keyra í gegn mjög umdeilt frumvarp sem þrengir verulega að réttindum þessa hóps sem ríkisstjórnin ætlar að skoða í því ljósi að þau séu mannauður og fengur, eins og þau lýstu í þessari yfirlýsingu,“ segir Þórhildur Sunna. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins um stofnun nefndarinnar segir: Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir m.a. að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins. Tryggja þurfi að innflytjendur sem hér vilji búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína og þekkingu. Þórhildur Sunna vonar að málið sé til marks um stefnubreytingu. „Ef það er byrjunarpunkturinn að samþykkja þessi ómannúðlegu lög, þá er skipun þessa starfshóps auðvitað bara einn ein smjörklípan til þess að beina athyglinni frá mannvonsku þessa frumvarps.“ Hún fái ekki annað séð en að falla verði frá frumvarpi dómsmálaráðherra. „Allt annað er ótrúverðugt varðandi þessa vinnu. Þau eru búin að velja að skipa starfshóp, þau geta ekki valið bæði,“ segir Þórhildur Sunna.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir m.a. að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins. Tryggja þurfi að innflytjendur sem hér vilji búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína og þekkingu.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2. júní 2022 14:01 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2. júní 2022 14:01
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
„Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13