Innlent

Neituðu að borga og réðust á starfsfólk veitingastaðar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan var kölluð út í tvígang að veitingastað í Kópavogi vegna gesta sem voru með vandræði.
Lögreglan var kölluð út í tvígang að veitingastað í Kópavogi vegna gesta sem voru með vandræði. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst tilkynning um tvo einstaklinga sem voru að ráðast á starfsfólk veitingastaðar í Kópavogi en fólkið neitaði að borga fyrir veitingarnar. Fólkið var flúið á brott í bíl sínum þegar lögreglu bar að garði, sem lögregla fann svo stuttu síðar yfirgefinn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að annar hafi verið til ama á veitingastað í Kópavogi og aðstoðar lögreglu hafi verið óskar til að fjarlægja manninn. Honum var vísað á brott en aftur tilkynnt um hann en þá í verslun. Þar var hann að grýta til hlutum og ógna starfsfólki. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins. 

Þá var tilkynnt um skemmdarverk á bifreiðum í miðbæ Reykjavíkur. Tveir eru grunaðir í málinu og annar þeirra var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Þá var aðstoðar lögreglu óskað við að fjarlægja mann af hóteli í miðbænum en hann var sofandi í afgreiðslunni.

Lögreglu barst þá tilkynning um aðila sem var að reyna að komast inn í íbúðir í Árbæ. Ekkert fleira kemur fram um málið í dagbók lögreglu. 

Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis en jafnframt var búið að svipta hann ökuréttindum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×