15.400 áhorfendur voru saman komnir í MVM-höllinni í Búdapest, sem er nýtt met áhorfenda á kvennaleik í handbolta. Fyrra met hafði verið sett á undanúrslitum á föstudag.
Leikur liðanna var jafn frá upphafi en norska liðið þó með yfirhöndina lengst af. Kristiansand leiddi 15-13 í hálfleik og vann að lokum tveggja marka sigur, 33-31.
Tékkneska landsliðskonan Marketa Jerabkova var markahæst á vellinum með sjö mörk fyrir Kristiansand en Isabella Gulldén skoraði sex.
Katrine Lunde og Nora Mörk, í liði Kristiansand, jöfnuðu met Bojana Popovic og Ausra Fridrikas, og hafa unnið Evróputitilinn sex sinnum. Mörk var næst markahæst í Meistaradeildinni í ár með 107 mörk, þremur minna en sú rúmenska Cristina Neagu.
Mörk er á leið til Esbjerg í Danmörku í sumar og þá er Isabella Gulldén einnig á förum, til Lugi, í heimalandi sínu, Svíþjóð.