Leggjum raunverulega áherslu á skaðaminnkun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2022 07:30 Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta. Það sem er athyglisvert við svarið er hversu gríðarlega stór hluti mála, sem varða vörslu neysluskammta, er skráður í tengslum við önnur brot, eða 84%. Þar er akstur undir áhrifum fyrirferðamesti brotaflokkurinn. Afskipti lögreglu einvörðungu vegna vörslu neysluskammta virðast fátíð. Mikilvægt er að átta sig á þessu umfangi þar sem enginn hefur enn haldið því fram að ekki eigi að refsa fólki fyrir glæfraakstur, ofbeldisbrot og innbrot, svo dæmi séu tekin. Ekki var unnt að fá upplýsingar um viðurlög fyrir brot sem eingöngu varða vörslu neysluskammta eða um færslu í sakaskrá einstaklinga vegna þessara brota, en slíkar upplýsingar væri gagnlegt að hafa. Mikilvæg viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu í þá veru að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Við aðstandendur þekkjum vel hversu mikilvæg sú þróun er, en því miður hefur nægilegt fjármagn ekki fylgt þessari breytingu í kerfinu. Það er síðan umhugsunarvert að ekki sé haldið betur utan um upplýsingar og greiningu í þessum málaflokki með tilliti til þessa og áberandi umræðu í samfélaginu. Við ættum auðvitað að líta sérstaklega til einstaklinga með vímuefnavanda í þessu tilliti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á hvort og þá hvernig hægt væri að taka sérstakt tillit til þessara einstaklinga í refsivörslukerfinu og leggja áherslu á að þeir fái meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka fengið svar við fyrirspurn minni á Alþingi til heilbrigðisráðherra um skaðaminnkandi aðgerðir. Það er mikilvægt að halda stjórnvöldum við efnið við að innleiða og framkvæma skaðaminnkandi aðgerðir í heilbrigðiskerfinu, enda hafa þau skuldbundið sig til að leggja áherslu á slíkar aðgerðir. Nýlegt verkefni heilbrigðisráðherra sem sneri að kaupum á naloxoni í nefúðaformi er mikilvæg aðgerð en betur má ef duga skal. Ef við tölum um að hjálpa einstaklingum með vímuefnavanda eigum við að gera einmitt það. Þar þurfa gerðir að fylgja orðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta. Það sem er athyglisvert við svarið er hversu gríðarlega stór hluti mála, sem varða vörslu neysluskammta, er skráður í tengslum við önnur brot, eða 84%. Þar er akstur undir áhrifum fyrirferðamesti brotaflokkurinn. Afskipti lögreglu einvörðungu vegna vörslu neysluskammta virðast fátíð. Mikilvægt er að átta sig á þessu umfangi þar sem enginn hefur enn haldið því fram að ekki eigi að refsa fólki fyrir glæfraakstur, ofbeldisbrot og innbrot, svo dæmi séu tekin. Ekki var unnt að fá upplýsingar um viðurlög fyrir brot sem eingöngu varða vörslu neysluskammta eða um færslu í sakaskrá einstaklinga vegna þessara brota, en slíkar upplýsingar væri gagnlegt að hafa. Mikilvæg viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu í þá veru að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Við aðstandendur þekkjum vel hversu mikilvæg sú þróun er, en því miður hefur nægilegt fjármagn ekki fylgt þessari breytingu í kerfinu. Það er síðan umhugsunarvert að ekki sé haldið betur utan um upplýsingar og greiningu í þessum málaflokki með tilliti til þessa og áberandi umræðu í samfélaginu. Við ættum auðvitað að líta sérstaklega til einstaklinga með vímuefnavanda í þessu tilliti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á hvort og þá hvernig hægt væri að taka sérstakt tillit til þessara einstaklinga í refsivörslukerfinu og leggja áherslu á að þeir fái meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka fengið svar við fyrirspurn minni á Alþingi til heilbrigðisráðherra um skaðaminnkandi aðgerðir. Það er mikilvægt að halda stjórnvöldum við efnið við að innleiða og framkvæma skaðaminnkandi aðgerðir í heilbrigðiskerfinu, enda hafa þau skuldbundið sig til að leggja áherslu á slíkar aðgerðir. Nýlegt verkefni heilbrigðisráðherra sem sneri að kaupum á naloxoni í nefúðaformi er mikilvæg aðgerð en betur má ef duga skal. Ef við tölum um að hjálpa einstaklingum með vímuefnavanda eigum við að gera einmitt það. Þar þurfa gerðir að fylgja orðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar