Hvernig væri að þýða tölvuleiki? Sigurður Karl Pétursson skrifar 7. júní 2022 13:30 Fyrir örfáum dögum bárust þær fréttir frá Frönsku akademíunni, sem hefur það hlutverk að rækta franska tungu, að ákveðið hefði verið að banna ýmis tökuorð sem tengjast tölvuleikjum og nota í staðin frönsk heiti. Sem dæmi má nefna að stofnanir tengdar tölvuleikjum eiga að tala um „joueur professionnel“ í staðinn fyrir „pro gamer“, og „joueur-animateur en direct“ í staðinn fyrir „streamer“. Aðrar þjóðir hafa einnig þýtt orð og hugtök úr heimi tölvuleikja, þar á meðal Ísland, en hvaða gagn gerir það ef leikirnir sjálfur eru ekki þýddir? Þegar ég var yngri spilaði ég tölvuleiki, þótt það væri í minna mæli en ég geri núna. Sem ungur drengur bjó ég í Belgíu. Þar deildi ég PlayStation 2 tölvu með bróður mínum. Þegar ég keypti leiki þurfti ég alltaf að kíkja á hulstrið á leiknum til að vera viss um að leikurinn væri á ensku, ekki frönsku eða flæmsku, enda kunni ég ekkert í þeim ágætu tungumálum. Á þessum tíma var ekki nægilegt pláss á diskunum til að vera með fleiri en eitt tungumál ef leikurinn var talsettur. Það var því snúið að kaupa tölvuleiki utan enskumælandi landa, því að alltaf gat maður lent á tungumáli sem enginn á heimilinu kunni. Megnið af lesefni barna á ensku Eftir því sem tæknin þróaðist höfðu diskarnir meira pláss, og því var yfirleitt hægt að velja á milli tungumála. Ég man þegar ég settist upp í sófa að spila glænýjan leik á PlayStation 3 og ég þurfti að velja tungumál. Mér brá alltaf að sjá fjölda þýðinga, allar með fullri talsetningu og þýðingu á textanum; hægt var að spila leikinn á þýsku, frönsku, rússnesku, kínversku, ítölsku, pólsku og spænsku, og svona mætti lengi telja. En aldrei var hægt að spila á íslensku. Við höfum alltaf þýtt barnaefni, bækur og kvikmyndir til að efla og varðveita tunguna – og um áratuga skeið hefur ekki þýtt að bjóða upp á annað en að talsetja barnamyndir. Aftur á móti hefur algjörlega gleymst að þýða tölvuleiki, vinsælustu afþreyingu barna í dag. Raunveruleikinn er sá að börn lesa ekki jafn mikið og áður og það sem þau lesa utan skólans er meira og minna á ensku, því að við þýðum ekki tölvuleikina. Um 90% barna spila tölvuleiki – á ensku Við gætum að minnsta kosti byrjað á því að þýða vinsælustu nettölvuleikina sem Íslendingar spila, eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive, Overwatch, Valorant, Fifa og Fortnite. Allir þessir leikir eru talsettir og í League of Legends er meira að segja hægt að lesa lýsingu á hverjum einasta karakter. Ungir Íslendingar eru talsvert líklegri til að lesa það en nýjustu glæpasögur okkar vinsælu höfunda. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2019 spila um 66% Íslendinga tölvuleiki, karlar spila í sjö klukkustundir á viku og konur í fimm. 39% Íslendinga spila leiki í tölvunni, 27% í leikjatölvum eins og PlayStation og 50% í síma. 65% barna á aldrinum 3-5 ára spila tölvuleiki, 94% á aldrinum 6-12 ára og 86% barna á aldrinum 13-17. Með öðrum orðum: Um 90% barna á aldrinum 6-17 ára spila tölvuleiki – á ensku. Við erum því miður að tapa baráttunni við að varðveita íslenska tungu, því að við leggjum einfaldlega ekkert á okkur til að þýða tölvuleiki. Við talsetjum bíómyndir – ekki tölvuleiki Eini tölvuleikurinn á íslensku, svo ég viti til, er Minecraft. Það er allt og sumt. Svo eru að sjálfsögðu „single player“-leikir (það er ekki til góð þýðing á þessu hugtaki, svo ég viti til) þar sem frekar er lögð áhersla á söguþráð en keppni, eins og God of War (2018) og Witcher 3 (2016), sem fólk líkir oft við kvikmyndir. Við talsetjum barnamyndir á íslensku og textum kvikmyndir ætlaðar eldri hópum. Af hverju talsetjum við ekki tölvuleiki? Ég skora á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra að grípa til sinna ráða og stuðla að því að tölvuleikir verði þýddir til að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu. Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum bárust þær fréttir frá Frönsku akademíunni, sem hefur það hlutverk að rækta franska tungu, að ákveðið hefði verið að banna ýmis tökuorð sem tengjast tölvuleikjum og nota í staðin frönsk heiti. Sem dæmi má nefna að stofnanir tengdar tölvuleikjum eiga að tala um „joueur professionnel“ í staðinn fyrir „pro gamer“, og „joueur-animateur en direct“ í staðinn fyrir „streamer“. Aðrar þjóðir hafa einnig þýtt orð og hugtök úr heimi tölvuleikja, þar á meðal Ísland, en hvaða gagn gerir það ef leikirnir sjálfur eru ekki þýddir? Þegar ég var yngri spilaði ég tölvuleiki, þótt það væri í minna mæli en ég geri núna. Sem ungur drengur bjó ég í Belgíu. Þar deildi ég PlayStation 2 tölvu með bróður mínum. Þegar ég keypti leiki þurfti ég alltaf að kíkja á hulstrið á leiknum til að vera viss um að leikurinn væri á ensku, ekki frönsku eða flæmsku, enda kunni ég ekkert í þeim ágætu tungumálum. Á þessum tíma var ekki nægilegt pláss á diskunum til að vera með fleiri en eitt tungumál ef leikurinn var talsettur. Það var því snúið að kaupa tölvuleiki utan enskumælandi landa, því að alltaf gat maður lent á tungumáli sem enginn á heimilinu kunni. Megnið af lesefni barna á ensku Eftir því sem tæknin þróaðist höfðu diskarnir meira pláss, og því var yfirleitt hægt að velja á milli tungumála. Ég man þegar ég settist upp í sófa að spila glænýjan leik á PlayStation 3 og ég þurfti að velja tungumál. Mér brá alltaf að sjá fjölda þýðinga, allar með fullri talsetningu og þýðingu á textanum; hægt var að spila leikinn á þýsku, frönsku, rússnesku, kínversku, ítölsku, pólsku og spænsku, og svona mætti lengi telja. En aldrei var hægt að spila á íslensku. Við höfum alltaf þýtt barnaefni, bækur og kvikmyndir til að efla og varðveita tunguna – og um áratuga skeið hefur ekki þýtt að bjóða upp á annað en að talsetja barnamyndir. Aftur á móti hefur algjörlega gleymst að þýða tölvuleiki, vinsælustu afþreyingu barna í dag. Raunveruleikinn er sá að börn lesa ekki jafn mikið og áður og það sem þau lesa utan skólans er meira og minna á ensku, því að við þýðum ekki tölvuleikina. Um 90% barna spila tölvuleiki – á ensku Við gætum að minnsta kosti byrjað á því að þýða vinsælustu nettölvuleikina sem Íslendingar spila, eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive, Overwatch, Valorant, Fifa og Fortnite. Allir þessir leikir eru talsettir og í League of Legends er meira að segja hægt að lesa lýsingu á hverjum einasta karakter. Ungir Íslendingar eru talsvert líklegri til að lesa það en nýjustu glæpasögur okkar vinsælu höfunda. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2019 spila um 66% Íslendinga tölvuleiki, karlar spila í sjö klukkustundir á viku og konur í fimm. 39% Íslendinga spila leiki í tölvunni, 27% í leikjatölvum eins og PlayStation og 50% í síma. 65% barna á aldrinum 3-5 ára spila tölvuleiki, 94% á aldrinum 6-12 ára og 86% barna á aldrinum 13-17. Með öðrum orðum: Um 90% barna á aldrinum 6-17 ára spila tölvuleiki – á ensku. Við erum því miður að tapa baráttunni við að varðveita íslenska tungu, því að við leggjum einfaldlega ekkert á okkur til að þýða tölvuleiki. Við talsetjum bíómyndir – ekki tölvuleiki Eini tölvuleikurinn á íslensku, svo ég viti til, er Minecraft. Það er allt og sumt. Svo eru að sjálfsögðu „single player“-leikir (það er ekki til góð þýðing á þessu hugtaki, svo ég viti til) þar sem frekar er lögð áhersla á söguþráð en keppni, eins og God of War (2018) og Witcher 3 (2016), sem fólk líkir oft við kvikmyndir. Við talsetjum barnamyndir á íslensku og textum kvikmyndir ætlaðar eldri hópum. Af hverju talsetjum við ekki tölvuleiki? Ég skora á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra að grípa til sinna ráða og stuðla að því að tölvuleikir verði þýddir til að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu. Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla Íslands.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun