Banaslysið í Skötufirði: Sofnaði líklegast undir stýri eftir næturflug Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 07:42 Tveir farþegar, kona á þrítugsaldri og eins árs barn, létust í slysinu sem varð í janúar 2021. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður bíls, sem missti stjórn á bíl þannig að hann snerist, rann út af veginum og valt niður í sjó á Djúpvegi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í janúar 2021, hafi sofnað undir stýri eftir að hafa verið á ferðalagi í fimmtán klukkustundir. Tveir farþegar – 29 ára kona og eins árs drengur – létust í slysinu. Nefndin birti skýrslu sína um slysið í gærkvöldi, en það varð þann 16. janúar á síðasta ári. Telur nefndin að ökumaðurinn hafi verið of þreyttur til að aka bílnum. Í skýrslunni leggur nefndin áherslu á að enginn skuli aka bíl langar leiðir eftir næturflug til landsins og að Neyðarlínan og Landspítali hugi að möguleikum og kostum fjarlækninga til aðstoðar og viðbragða í slysum. Á ferðalagi í fimmtán klukkutíma Um slysið segir að bíll af gerðinni Hyundai Santa Fe af árgerð 2004, hafi verið ekið í átt að Ísafirði, en alls hafi þrír verið í bílnum. Segir að fólkið hafi verið að koma beint úr millilandaflugi og verið á ferðalagi í að minnsta kosti fimmtán klukkustundir þegar slysið varð. Voru þau á leið heim á Flateyri í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Um aðstæður á veginum segir að það hafi verið snjór og krapi og vegurinn háll. Hiti hafi verið nálægt frostmarki, hægviðri og skyggni ágætt. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Hafþór „Rétt utan við eyðibýlið Eyri er mjúk vinstri beygja á veginum. Ummerki eftir bifreiðina benda til að ökumaður hafi ekki rétt stýrið af eftir beygjuna og stefndi því bifreiðin út af veginum vinstra megin. Hjólför eftir bifreiðina sýndu að hún hafði farið yfir á rangan vegarhelming rúmum 200 metrum áður en hún endaði í sjónum,“ segir í skýrslunni. Reyndi að beygja aftur inn á veginn Ummerki hafi verið í vegkantinum um tilraun ökumannsins til að beygja aftur inn á veginn en að hann hafi þá misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór að skríða til og snúast á veginum. Bíllinn hafi svo runnið aftur á bak og á hlið út af veginum, niður varnargarð og oltið út í sjó. Bíllinn hafi hafnað á hliðinni á um eins og hálfs metra dýpi, að miklu leyti í kafi. Þá segir að vegurinn liggi rétt ofan sjávarmáls og hafi verið nánast háflóð þegar slysið varð, nokkru fyrir klukkan 11 að morgni dags. Konan og barnið voru í aftursæti bílsins og benda rannsóknarniðurstöður til að þau hafi látist úr ofkælingu. Á leið í sóttkví heima á Flateyri Í skýrslunni segir að flugvélin sem ökumaður og farþegar hafi ferðast með hafi lent á Keflavíkurflugvelli nokkru eftir miðnætti. „Þau bjuggu á Vestfjörðum og hugðust dvelja þar í sóttkví. Þau höfðu ekið frá Keflavíkurflugvelli beint vestur og að sögn ökumanns skiptust tveir á að aka bifreiðinni á leiðinni. Slysið varð þegar strangar sóttvarnarreglur voru í gildi vegna COVID-19. Ferðalöngum var ráðlagt að aka beint til heimilis síns eða þangað sem fyrirhugað var að dvelja í sóttkví, stoppa ekki á leiðinni og virða sóttkví,“ segir í skýrslunni en fólkið bjó á Flateyri. Áætlað sé að þau hafi lagt af stað frá Keflavíkurflugvelli um klukkan þrjú um nóttina og ekið sem leið lá vestur. Slysið hafi orðið um átta tímum síðar, klukkan 10:40, enda hafi ferðin sóst fremur hægt vegna vetrarfærðar. „Þegar slysið varð var liðinn um sólarhringur frá því að ökumaðurinn vaknaði deginum áður. Að hans sögn hafði hann blundað nokkrum sinnum, bæði í flugvélinni og á ferðinni vestur þegar hann var í farþegasæti.“ Nauðsyn hvíldar Ennfremur segir að fyrstu vegfarendur hafi fljótlega komið á vettvang eftir slysið. Stuttur tími hafi liðið áður en samband við haft við Neyðarlínuna og að björgunaraðgerðir voru hafnar. Það hafi þó liðið nokkur stund áður en ökumanni og farþegum var komið í land og undir læknishendur vegna staðsetningar slyssins og því var langt í sjúkrabíla, björgunarfólk og þyrlu. Auk þess var vetrarfærð. Rannsóknarnefndin kemur með tillögur í öryggisátt og leggur áherslu á að enginn skyldi aka bíl langar leiðir eftir næturflug til landsins. „Vegna þessa slyss beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa þeirri tillögu til Almannavarna að gæta sérstaklega að því að í leiðbeiningum um sóttvarnir sé mælt fyrir um nauðsyn hvíldar áður en lagt er upp í ferðalög á bifreiðum eftir næturflug til landsins. Mikilvægt er að benda á hvíldaraðstöðu eftir flug og kynna vandlega upplýsingar þar um.“ Þreyttir og svefnvana Þá segir nefndin að rannsökuð hafi verið nokkur banaslys á undanförnum árum þar sem orsök er rakin til þess að ökumaður fari þreyttur í langferð eftir næturflug. „Líklegt er að farþegar sem koma úr næturflugi séu almennt þreyttir og svefnvana. Við rannsókn RNSA á þessu slysi bárust ábendingar um að ferðalöngum sem komu til landsins hafi á þeim tíma verið ráðlagt að fara beint þangað sem þeir hugðust dvelja í skyldubundinni sóttkví. Við aðstæður eins og komu upp vegna COVID-19 faraldursins þarf sérstaklega að gæta að því að fólki sé ekki gert að aka þreytt heldur sé kynnt aðstaða til hvíldar með aðgengi að nauðsynlegri þjónustu.“ Kostir fjarlækninga Nefndin beinir einnig þeirri tillögu til Neyðarlínunnar og Landsspítala háskólasjúkrahúss að huga að möguleikum og kostum fjarlækninga til aðstoðar og viðbragða í slysum. „Oft verða slys eða atvik á stöðum á landinu þar sem langt er í allar bjargir. Þetta á við bæði um tíma og vegalengdir. Í slíkum tilvikum þegar skjót viðbrögð eru mikilvæg geta fjarlækningar reynst þarfar, fyrir þá sem koma að slysi sem og viðbragðsaðila, til aðstoðar við fyrstu hjálp og undirbúning viðbragða til bjargar. Ef hægt er að koma læknisfræðilegri þekkingu og ráðgjöf hraðar til aðila á slysstað getur það mögulega eflt fyrstu viðbrögð,“ segir í nefndinni. Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þjóðþekktir á meðal hinna hugrökku á slysstað í Skötufirði Lögreglan á Vestfjörðum segir að fjórir vegfarendur sem fyrstir komu á vettvang umferðarslyssins í Skötufirði þann 16. janúar hafi sýnt mikið hugrekki og unnið vel á vettvangi. Fjórmenningarnir eru sumir hverjir þjóðþekktir og segir lögregla að þeir hafi veitt fyrstu hjálp í slysinu. Á endanum kostaði slysið unga móður og barn hennar, sem búsett voru á Flateyri, lífið. 23. janúar 2021 08:00 Tomasz og fjölskylda þakka þeim sem komu að slysinu Lögregla hefur komið á framfæri kæru þakklæti frá Tomasz Majewski og fjölskyldu hans til vegfarenda sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði á laugardag og til allra viðbragðsaðila auk starfsfólks Landspítalans. 22. janúar 2021 14:26 Samfélagið á Flateyri slegið Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins í Skötufirði gengur vel en er ekki lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Bænastund verður haldin í Flateyrarkirkju í kvöld. Sóknarpresturinn segir slysið hafa mikil áhrif á samfélagið. 20. janúar 2021 14:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Nefndin birti skýrslu sína um slysið í gærkvöldi, en það varð þann 16. janúar á síðasta ári. Telur nefndin að ökumaðurinn hafi verið of þreyttur til að aka bílnum. Í skýrslunni leggur nefndin áherslu á að enginn skuli aka bíl langar leiðir eftir næturflug til landsins og að Neyðarlínan og Landspítali hugi að möguleikum og kostum fjarlækninga til aðstoðar og viðbragða í slysum. Á ferðalagi í fimmtán klukkutíma Um slysið segir að bíll af gerðinni Hyundai Santa Fe af árgerð 2004, hafi verið ekið í átt að Ísafirði, en alls hafi þrír verið í bílnum. Segir að fólkið hafi verið að koma beint úr millilandaflugi og verið á ferðalagi í að minnsta kosti fimmtán klukkustundir þegar slysið varð. Voru þau á leið heim á Flateyri í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Um aðstæður á veginum segir að það hafi verið snjór og krapi og vegurinn háll. Hiti hafi verið nálægt frostmarki, hægviðri og skyggni ágætt. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Hafþór „Rétt utan við eyðibýlið Eyri er mjúk vinstri beygja á veginum. Ummerki eftir bifreiðina benda til að ökumaður hafi ekki rétt stýrið af eftir beygjuna og stefndi því bifreiðin út af veginum vinstra megin. Hjólför eftir bifreiðina sýndu að hún hafði farið yfir á rangan vegarhelming rúmum 200 metrum áður en hún endaði í sjónum,“ segir í skýrslunni. Reyndi að beygja aftur inn á veginn Ummerki hafi verið í vegkantinum um tilraun ökumannsins til að beygja aftur inn á veginn en að hann hafi þá misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór að skríða til og snúast á veginum. Bíllinn hafi svo runnið aftur á bak og á hlið út af veginum, niður varnargarð og oltið út í sjó. Bíllinn hafi hafnað á hliðinni á um eins og hálfs metra dýpi, að miklu leyti í kafi. Þá segir að vegurinn liggi rétt ofan sjávarmáls og hafi verið nánast háflóð þegar slysið varð, nokkru fyrir klukkan 11 að morgni dags. Konan og barnið voru í aftursæti bílsins og benda rannsóknarniðurstöður til að þau hafi látist úr ofkælingu. Á leið í sóttkví heima á Flateyri Í skýrslunni segir að flugvélin sem ökumaður og farþegar hafi ferðast með hafi lent á Keflavíkurflugvelli nokkru eftir miðnætti. „Þau bjuggu á Vestfjörðum og hugðust dvelja þar í sóttkví. Þau höfðu ekið frá Keflavíkurflugvelli beint vestur og að sögn ökumanns skiptust tveir á að aka bifreiðinni á leiðinni. Slysið varð þegar strangar sóttvarnarreglur voru í gildi vegna COVID-19. Ferðalöngum var ráðlagt að aka beint til heimilis síns eða þangað sem fyrirhugað var að dvelja í sóttkví, stoppa ekki á leiðinni og virða sóttkví,“ segir í skýrslunni en fólkið bjó á Flateyri. Áætlað sé að þau hafi lagt af stað frá Keflavíkurflugvelli um klukkan þrjú um nóttina og ekið sem leið lá vestur. Slysið hafi orðið um átta tímum síðar, klukkan 10:40, enda hafi ferðin sóst fremur hægt vegna vetrarfærðar. „Þegar slysið varð var liðinn um sólarhringur frá því að ökumaðurinn vaknaði deginum áður. Að hans sögn hafði hann blundað nokkrum sinnum, bæði í flugvélinni og á ferðinni vestur þegar hann var í farþegasæti.“ Nauðsyn hvíldar Ennfremur segir að fyrstu vegfarendur hafi fljótlega komið á vettvang eftir slysið. Stuttur tími hafi liðið áður en samband við haft við Neyðarlínuna og að björgunaraðgerðir voru hafnar. Það hafi þó liðið nokkur stund áður en ökumanni og farþegum var komið í land og undir læknishendur vegna staðsetningar slyssins og því var langt í sjúkrabíla, björgunarfólk og þyrlu. Auk þess var vetrarfærð. Rannsóknarnefndin kemur með tillögur í öryggisátt og leggur áherslu á að enginn skyldi aka bíl langar leiðir eftir næturflug til landsins. „Vegna þessa slyss beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa þeirri tillögu til Almannavarna að gæta sérstaklega að því að í leiðbeiningum um sóttvarnir sé mælt fyrir um nauðsyn hvíldar áður en lagt er upp í ferðalög á bifreiðum eftir næturflug til landsins. Mikilvægt er að benda á hvíldaraðstöðu eftir flug og kynna vandlega upplýsingar þar um.“ Þreyttir og svefnvana Þá segir nefndin að rannsökuð hafi verið nokkur banaslys á undanförnum árum þar sem orsök er rakin til þess að ökumaður fari þreyttur í langferð eftir næturflug. „Líklegt er að farþegar sem koma úr næturflugi séu almennt þreyttir og svefnvana. Við rannsókn RNSA á þessu slysi bárust ábendingar um að ferðalöngum sem komu til landsins hafi á þeim tíma verið ráðlagt að fara beint þangað sem þeir hugðust dvelja í skyldubundinni sóttkví. Við aðstæður eins og komu upp vegna COVID-19 faraldursins þarf sérstaklega að gæta að því að fólki sé ekki gert að aka þreytt heldur sé kynnt aðstaða til hvíldar með aðgengi að nauðsynlegri þjónustu.“ Kostir fjarlækninga Nefndin beinir einnig þeirri tillögu til Neyðarlínunnar og Landsspítala háskólasjúkrahúss að huga að möguleikum og kostum fjarlækninga til aðstoðar og viðbragða í slysum. „Oft verða slys eða atvik á stöðum á landinu þar sem langt er í allar bjargir. Þetta á við bæði um tíma og vegalengdir. Í slíkum tilvikum þegar skjót viðbrögð eru mikilvæg geta fjarlækningar reynst þarfar, fyrir þá sem koma að slysi sem og viðbragðsaðila, til aðstoðar við fyrstu hjálp og undirbúning viðbragða til bjargar. Ef hægt er að koma læknisfræðilegri þekkingu og ráðgjöf hraðar til aðila á slysstað getur það mögulega eflt fyrstu viðbrögð,“ segir í nefndinni.
Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þjóðþekktir á meðal hinna hugrökku á slysstað í Skötufirði Lögreglan á Vestfjörðum segir að fjórir vegfarendur sem fyrstir komu á vettvang umferðarslyssins í Skötufirði þann 16. janúar hafi sýnt mikið hugrekki og unnið vel á vettvangi. Fjórmenningarnir eru sumir hverjir þjóðþekktir og segir lögregla að þeir hafi veitt fyrstu hjálp í slysinu. Á endanum kostaði slysið unga móður og barn hennar, sem búsett voru á Flateyri, lífið. 23. janúar 2021 08:00 Tomasz og fjölskylda þakka þeim sem komu að slysinu Lögregla hefur komið á framfæri kæru þakklæti frá Tomasz Majewski og fjölskyldu hans til vegfarenda sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði á laugardag og til allra viðbragðsaðila auk starfsfólks Landspítalans. 22. janúar 2021 14:26 Samfélagið á Flateyri slegið Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins í Skötufirði gengur vel en er ekki lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Bænastund verður haldin í Flateyrarkirkju í kvöld. Sóknarpresturinn segir slysið hafa mikil áhrif á samfélagið. 20. janúar 2021 14:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Þjóðþekktir á meðal hinna hugrökku á slysstað í Skötufirði Lögreglan á Vestfjörðum segir að fjórir vegfarendur sem fyrstir komu á vettvang umferðarslyssins í Skötufirði þann 16. janúar hafi sýnt mikið hugrekki og unnið vel á vettvangi. Fjórmenningarnir eru sumir hverjir þjóðþekktir og segir lögregla að þeir hafi veitt fyrstu hjálp í slysinu. Á endanum kostaði slysið unga móður og barn hennar, sem búsett voru á Flateyri, lífið. 23. janúar 2021 08:00
Tomasz og fjölskylda þakka þeim sem komu að slysinu Lögregla hefur komið á framfæri kæru þakklæti frá Tomasz Majewski og fjölskyldu hans til vegfarenda sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði á laugardag og til allra viðbragðsaðila auk starfsfólks Landspítalans. 22. janúar 2021 14:26
Samfélagið á Flateyri slegið Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins í Skötufirði gengur vel en er ekki lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Bænastund verður haldin í Flateyrarkirkju í kvöld. Sóknarpresturinn segir slysið hafa mikil áhrif á samfélagið. 20. janúar 2021 14:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent