Kaupa ferðaþjónustufyrirtæki í Alaska Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 08:36 Gréta María Grétarsdóttir er forstjóri Arctic Adventures. Vísir/Vilhelm Sameiginlegt félag Arctic Adventures hf. og Pt Capital hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé All Alaska Tours og Alaska Private Touring. Í tilkynningu frá segir að markmið félaganna sé að taka þátt í uppbyggingu á vaxandi ferðaþjónustumarkaði í Alaska. „Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn var stöðugur vöxtur ferðamanna til Alaska og er ferðaþjónustan í Alaska vel í stakk búin til að halda áfram vexti á næstu árum. Arctic Adventures hf. mun fara með 50,25% hlut í sameiginlegu félagi, Arctic Adventures Alaska. All Alaska Tours var stofnað árið 1991 og eru einn af fremstu ferðaskipuleggjendum í Alaska og Yukon, Kanada. Fyrirtækið hefur í gegnum árin byggt upp sambönd við yfir 1000 birgja víðsvegar í Alaska og Kanada ásamt því að þjónusta aðila um allan heim sem vilja heimsækja Alaska og Kanada. Alaska Private Touring er systurfélag All Alaska Tours og býður upp á sérsniðnar ferðir sem hannaðar eru út frá óskum viðskiptavina frá upphafi til enda.“ Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, forstjóra Arctic Adventures, að Alaska sé að mörgu leyti svipaður áfangastaður og Ísland. „Ferðamenn sækja Alaska heim til að upplifa svipuð ævintýri og á Íslandi þar sem jöklar, heitar laugar, norðurljós, hvalir, lundar og íshellar eru til staðar í Alaska líkt og á Íslandi. Það er því margt sem við höfum fram að færa verandi leiðandi í ævintýra- og afþreyingarferðum á Íslandi og að sama skapi margt sem við getum lært af aðila með yfir 30 ára reynslu af skipulagningu ferða í Alaska. Arctic Adventures hefur þá sýn að verða leiðandi ferða- og ævintýrafyrirtæki á norðurslóðum og með því að bjóða All Alaska Tours og Alaska Private Touring velkomna í Arctic Adventures fjölskylduna höfum við tekið stórt skref í átt að því markmiði. Alaska er einnig vaxandi áfangastaður og við horfum á kaupin sem upphafið á vegferð sem mun skapa tækifæri til nýs vaxtarskeiðs innan samstæðu Arctic Adventures,“ segir Gréta María. Um Pt Capital segir að það sé fjárfestingarfyrirtæki með aðsetur í Alaska sem fjárfesti í ferðaþjónustu, tækni, iðnaði og fluggeiranum. Pt Capital hefur nú umsjón með eignasafni níu einkafyrirtækja í Bandaríkjunum, Íslandi og Finnlandi þar sem starfa alls yfir 1.400 starfsmenn. Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Sjá meira
Í tilkynningu frá segir að markmið félaganna sé að taka þátt í uppbyggingu á vaxandi ferðaþjónustumarkaði í Alaska. „Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn var stöðugur vöxtur ferðamanna til Alaska og er ferðaþjónustan í Alaska vel í stakk búin til að halda áfram vexti á næstu árum. Arctic Adventures hf. mun fara með 50,25% hlut í sameiginlegu félagi, Arctic Adventures Alaska. All Alaska Tours var stofnað árið 1991 og eru einn af fremstu ferðaskipuleggjendum í Alaska og Yukon, Kanada. Fyrirtækið hefur í gegnum árin byggt upp sambönd við yfir 1000 birgja víðsvegar í Alaska og Kanada ásamt því að þjónusta aðila um allan heim sem vilja heimsækja Alaska og Kanada. Alaska Private Touring er systurfélag All Alaska Tours og býður upp á sérsniðnar ferðir sem hannaðar eru út frá óskum viðskiptavina frá upphafi til enda.“ Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, forstjóra Arctic Adventures, að Alaska sé að mörgu leyti svipaður áfangastaður og Ísland. „Ferðamenn sækja Alaska heim til að upplifa svipuð ævintýri og á Íslandi þar sem jöklar, heitar laugar, norðurljós, hvalir, lundar og íshellar eru til staðar í Alaska líkt og á Íslandi. Það er því margt sem við höfum fram að færa verandi leiðandi í ævintýra- og afþreyingarferðum á Íslandi og að sama skapi margt sem við getum lært af aðila með yfir 30 ára reynslu af skipulagningu ferða í Alaska. Arctic Adventures hefur þá sýn að verða leiðandi ferða- og ævintýrafyrirtæki á norðurslóðum og með því að bjóða All Alaska Tours og Alaska Private Touring velkomna í Arctic Adventures fjölskylduna höfum við tekið stórt skref í átt að því markmiði. Alaska er einnig vaxandi áfangastaður og við horfum á kaupin sem upphafið á vegferð sem mun skapa tækifæri til nýs vaxtarskeiðs innan samstæðu Arctic Adventures,“ segir Gréta María. Um Pt Capital segir að það sé fjárfestingarfyrirtæki með aðsetur í Alaska sem fjárfesti í ferðaþjónustu, tækni, iðnaði og fluggeiranum. Pt Capital hefur nú umsjón með eignasafni níu einkafyrirtækja í Bandaríkjunum, Íslandi og Finnlandi þar sem starfa alls yfir 1.400 starfsmenn.
Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent