Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Eiður Þór Árnason skrifar 8. júní 2022 09:39 Lík liggur á götu eftir að bifreið var ekið inn í mannfjölda á vinsælli verslunargötu. AP/Michael Sohn Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða 29 ára gamlan þýsk-armenskan mann sem búsettur er í Berlín. Var sá fyrst handsamaður af almennum borgurum áður en hann var færður í hendur lögreglu. Að sögn vitna reyndi hann fyrst að flýja af vettvangi. Atvikið átti sér stað á Tauentzienstraße um klukkan 8:30 að íslenskum tíma, skammt frá við verslunargötunni Kurfuerstendamm og Minningarkirkju Vilhjálms keisara. Der Fahrer soll in der #Tauentzienstraße zunächst in eine Personengruppe & dann in ein Schaufenster gefahren sein. Er wurde von Passanten festgehalten & an die Einsatzkräfte übergeben.Es handelt es sich um einen 29j. in Berlin lebenden Deutsch-Armenier. #b0806 #Charlottenburg— Polizei Berlin Einsatz (@PolizeiBerlin_E) June 8, 2022 Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í talsmann lögreglu sem segir að yfir tólf séu taldir slasaðir og þar af nokkrir alvarlega. Sky News hefur eftir slökkviliði að talan sé um þrjátíu og fimm séu með lífshættulega áverka. Lögregla hefur girt svæðið af.Getty/Fabian Sommer Mikill fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi. Atvikið átti sér stað nærri Breitscheidplatz þar sem þrettán létust árið 2016 þegar ökumaður keyrði vörubíl inn í mannfjölda á jólamarkaði. Árið 2019 létust fjórir í miðborg Berlínar þegar ökumaður sem fékk flogakast keyrði jepplingi upp á gangstétt. Thilo Cablitz, talsmaður lögreglunnar í Berlín, segir að ökumaðurinn hafi ekið á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði á því að keyra inn í verslunarglugga í næstu húsaröð. Hann bætir við að verið sé að yfirheyra manninn og reyna að fá úr því skorið hvort hann keyrði viljandi inn í mannfjöldann eða um slys hafi verið að ræða sem orsakaðist mögulega af heilsufarsvanda. Leikarinn John Barrowman lýsir aðstæðum á vettvangi á Twitter og segir að ökumaðurinn hafi ítrekað keyrt upp á göngustíg áður en hann keyrði í gegnum verslunargluggann og nam staðar. Update from the horrible situation in Berlin We are ok. Jb pic.twitter.com/BsMXWP7Us0— John Barrowman MBE (@JohnBarrowman) June 8, 2022 Ljósmyndir sýna gráa fólksbifreið sem hefur verið keyrt inn í verslun. Barrowman ræddi málið nánar í samtali við fréttamann BBC. "Get by a tree... something that puts something big between you if there's a secondary attack"This was the advice actor John Barrowman was given as he witnessed a car drive into pedestrians in BerlinOne person has been killed and more injuredhttps://t.co/DekzE0b3Re pic.twitter.com/eav7VzWAV6— BBC News (UK) (@BBCNews) June 8, 2022 Bifreiðin endaði inn í verslun. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn.Ap/Michael Sohn Atvikið átti sér stað nærri Minningarkirkju Vilhjálms keisara í vesturhluta Berlín. Ap/Michael Sohn Minnst einn vegfarandi er látinn en óljóst er á þessari stundu hve margir eru slasaðir.Epa/FILIP SINGER Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Epa/FILIP SINGER Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:32. Þýskaland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða 29 ára gamlan þýsk-armenskan mann sem búsettur er í Berlín. Var sá fyrst handsamaður af almennum borgurum áður en hann var færður í hendur lögreglu. Að sögn vitna reyndi hann fyrst að flýja af vettvangi. Atvikið átti sér stað á Tauentzienstraße um klukkan 8:30 að íslenskum tíma, skammt frá við verslunargötunni Kurfuerstendamm og Minningarkirkju Vilhjálms keisara. Der Fahrer soll in der #Tauentzienstraße zunächst in eine Personengruppe & dann in ein Schaufenster gefahren sein. Er wurde von Passanten festgehalten & an die Einsatzkräfte übergeben.Es handelt es sich um einen 29j. in Berlin lebenden Deutsch-Armenier. #b0806 #Charlottenburg— Polizei Berlin Einsatz (@PolizeiBerlin_E) June 8, 2022 Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í talsmann lögreglu sem segir að yfir tólf séu taldir slasaðir og þar af nokkrir alvarlega. Sky News hefur eftir slökkviliði að talan sé um þrjátíu og fimm séu með lífshættulega áverka. Lögregla hefur girt svæðið af.Getty/Fabian Sommer Mikill fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi. Atvikið átti sér stað nærri Breitscheidplatz þar sem þrettán létust árið 2016 þegar ökumaður keyrði vörubíl inn í mannfjölda á jólamarkaði. Árið 2019 létust fjórir í miðborg Berlínar þegar ökumaður sem fékk flogakast keyrði jepplingi upp á gangstétt. Thilo Cablitz, talsmaður lögreglunnar í Berlín, segir að ökumaðurinn hafi ekið á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði á því að keyra inn í verslunarglugga í næstu húsaröð. Hann bætir við að verið sé að yfirheyra manninn og reyna að fá úr því skorið hvort hann keyrði viljandi inn í mannfjöldann eða um slys hafi verið að ræða sem orsakaðist mögulega af heilsufarsvanda. Leikarinn John Barrowman lýsir aðstæðum á vettvangi á Twitter og segir að ökumaðurinn hafi ítrekað keyrt upp á göngustíg áður en hann keyrði í gegnum verslunargluggann og nam staðar. Update from the horrible situation in Berlin We are ok. Jb pic.twitter.com/BsMXWP7Us0— John Barrowman MBE (@JohnBarrowman) June 8, 2022 Ljósmyndir sýna gráa fólksbifreið sem hefur verið keyrt inn í verslun. Barrowman ræddi málið nánar í samtali við fréttamann BBC. "Get by a tree... something that puts something big between you if there's a secondary attack"This was the advice actor John Barrowman was given as he witnessed a car drive into pedestrians in BerlinOne person has been killed and more injuredhttps://t.co/DekzE0b3Re pic.twitter.com/eav7VzWAV6— BBC News (UK) (@BBCNews) June 8, 2022 Bifreiðin endaði inn í verslun. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn.Ap/Michael Sohn Atvikið átti sér stað nærri Minningarkirkju Vilhjálms keisara í vesturhluta Berlín. Ap/Michael Sohn Minnst einn vegfarandi er látinn en óljóst er á þessari stundu hve margir eru slasaðir.Epa/FILIP SINGER Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Epa/FILIP SINGER Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:32.
Þýskaland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira