Einstaklingar hafi „farið í þannig ástand“ við handtöku að þeim var gefið róandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2022 06:36 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Upp hafa komið tilvik þar sem einstaklingar sem flytja á úr landi í fylgd hafa „farið í þannig ástand“ að nauðsynlegt hefur þótt að gefa viðkomandi róandi lyf. Þetta hefur verið gert til að koma í veg fyrir að viðkomandi skaði sjálfan sig eða aðra. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar um þvingaða lyfjagjöf við brottvísanir. Þar segir einnig að einstaklingum sé ekki og hafi ekki verið gefin lyf gegn vilja þeirra til að auðvelda brottvísun, það er að segja til að viðkomandi sé meðfærilegri í flutningum. Spurning Andrésar var svohljóðandi: „Hefur fólki, sem sótti um alþjóðlega vernd en flutt var úr landi með aðstoð lögreglu, verið gefin lyf gegn vilja þess í þeim tilgangi að auðvelda yfirvöldum brottvísunina?“ Í svari ráðherra, sem birtist á vef Alþingis í gær, segir að lyfjagjöf sé alltaf ákvörðun heilbrigðisstarfsfólks, ekki samkvæmt beiðni stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Þegar til lyfjagjafar kemur sé framkvæmd brottvísunar eða frávísunar frestað. Svar ráðherra í heild: „Einstaklingum, sem fluttir hafa verið úr landi af hálfu stoðdeildar ríkislögreglustjóra, eru ekki og hafa ekki verið gefin lyf gegn vilja þeirra í þeim tilgangi að auðvelda yfirvöldum brottvísun þannig að viðkomandi sé meðfærilegur í flutningum. Hins vegar hafa komið upp tilvik þar sem einstaklingur hefur við handtöku, sem undanfari flutnings úr landi í fylgd, farið í þannig ástand að nauðsynlegt hefur verið að gefa viðkomandi róandi lyf í þeim tilgangi að viðkomandi skaði hvorki sjálfan sig eða aðra. Slíkt er einungis og ávallt að undangenginni ákvörðun heilbrigðisstarfsfólks, ekki samkvæmt beiðni stoðdeildar, og er lyfjagjöfin þá framkvæmd af heilbrigðisstarfsmanni. Í slíkum aðstæðum er framkvæmd brottvísunar eða frávísunar frestað þangað til ástand viðkomandi er metið þannig af lækni að óhætt sé að flytja viðkomandi.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Lögreglumál Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar um þvingaða lyfjagjöf við brottvísanir. Þar segir einnig að einstaklingum sé ekki og hafi ekki verið gefin lyf gegn vilja þeirra til að auðvelda brottvísun, það er að segja til að viðkomandi sé meðfærilegri í flutningum. Spurning Andrésar var svohljóðandi: „Hefur fólki, sem sótti um alþjóðlega vernd en flutt var úr landi með aðstoð lögreglu, verið gefin lyf gegn vilja þess í þeim tilgangi að auðvelda yfirvöldum brottvísunina?“ Í svari ráðherra, sem birtist á vef Alþingis í gær, segir að lyfjagjöf sé alltaf ákvörðun heilbrigðisstarfsfólks, ekki samkvæmt beiðni stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Þegar til lyfjagjafar kemur sé framkvæmd brottvísunar eða frávísunar frestað. Svar ráðherra í heild: „Einstaklingum, sem fluttir hafa verið úr landi af hálfu stoðdeildar ríkislögreglustjóra, eru ekki og hafa ekki verið gefin lyf gegn vilja þeirra í þeim tilgangi að auðvelda yfirvöldum brottvísun þannig að viðkomandi sé meðfærilegur í flutningum. Hins vegar hafa komið upp tilvik þar sem einstaklingur hefur við handtöku, sem undanfari flutnings úr landi í fylgd, farið í þannig ástand að nauðsynlegt hefur verið að gefa viðkomandi róandi lyf í þeim tilgangi að viðkomandi skaði hvorki sjálfan sig eða aðra. Slíkt er einungis og ávallt að undangenginni ákvörðun heilbrigðisstarfsfólks, ekki samkvæmt beiðni stoðdeildar, og er lyfjagjöfin þá framkvæmd af heilbrigðisstarfsmanni. Í slíkum aðstæðum er framkvæmd brottvísunar eða frávísunar frestað þangað til ástand viðkomandi er metið þannig af lækni að óhætt sé að flytja viðkomandi.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Lögreglumál Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira