Gular viðvaranir í gildi til miðnættis Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 07:06 Viðvaranirnar á Suður- og Suðausturlandi eru í gildi frá klukkan níu til miðnættis. Veðurstofan Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag sem gilda til miðnættis. Ástæðan er hvassviðri og varhugavert ferðaveður fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan níu en þar er spáð austan hvassviðri og þrettán til átján metrum á sekúndu. Það bætir síðan enn í vind síðdegis, átján til 23 metrar undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall. Þá má búast við að hviður fari í þrjátíu metra staðbundið. Á Suðausturlandi mætir veðrið nokkru síðar, eða í hádeginu og þar er spáin svipuð nema að hviður gætu farið í þrjátíu og fimm metra staðbundið. „Skaplegra veður í öðrum landshlutum með hita á bilinu 7 til 17 stig, þá hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi og norðaustantil. Norðaustlæg átt á morgun og áfram allhvass vindur sunnantil fram eftir degi. Rigning suðaustan og austanlands en annars úrkomulítið og bjart vestantil. Svipaður hiti, áfram hlýjast á Vesturlandi. Eins kólnar dálítið norðaustanlands en hlýnar norðvestantil,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurkortið fyrir klukkan 17 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Norðaustan og austan 5-13 m/s, en allhvass vindur með suður- og suðausturströndinni fram eftir degi. Rigning suðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið og bjart vestantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi. Á laugardag: Norðaustan og síðar norðan 5-13 m/s, hvassast með suðausturströndinni og norðvestanlands. Rigning með köflum austan- og norðaustantil og einnig dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 11 stig fyrir norðan en 11 til 17 stig sunnanlands. Á sunnudag (sjómannadagurinn): Norðlæg átt 5-10 m/s og dálítil úrkoma norðanlands en bjart með köflum sunnantil. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Suðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni. Dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið en skýjað með köflum og þurrt norðanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Austanátt og bætir í úrkomu um allt land en þó þurrt að mestu fram eftir degi norðantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast vestanlands. Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt og litilsháttar úrkomu í flestum landshlutum, einkum sunnantil. Svipaður hiti. Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Sjá meira
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan níu en þar er spáð austan hvassviðri og þrettán til átján metrum á sekúndu. Það bætir síðan enn í vind síðdegis, átján til 23 metrar undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall. Þá má búast við að hviður fari í þrjátíu metra staðbundið. Á Suðausturlandi mætir veðrið nokkru síðar, eða í hádeginu og þar er spáin svipuð nema að hviður gætu farið í þrjátíu og fimm metra staðbundið. „Skaplegra veður í öðrum landshlutum með hita á bilinu 7 til 17 stig, þá hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi og norðaustantil. Norðaustlæg átt á morgun og áfram allhvass vindur sunnantil fram eftir degi. Rigning suðaustan og austanlands en annars úrkomulítið og bjart vestantil. Svipaður hiti, áfram hlýjast á Vesturlandi. Eins kólnar dálítið norðaustanlands en hlýnar norðvestantil,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurkortið fyrir klukkan 17 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Norðaustan og austan 5-13 m/s, en allhvass vindur með suður- og suðausturströndinni fram eftir degi. Rigning suðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið og bjart vestantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi. Á laugardag: Norðaustan og síðar norðan 5-13 m/s, hvassast með suðausturströndinni og norðvestanlands. Rigning með köflum austan- og norðaustantil og einnig dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 11 stig fyrir norðan en 11 til 17 stig sunnanlands. Á sunnudag (sjómannadagurinn): Norðlæg átt 5-10 m/s og dálítil úrkoma norðanlands en bjart með köflum sunnantil. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Suðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni. Dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið en skýjað með köflum og þurrt norðanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Austanátt og bætir í úrkomu um allt land en þó þurrt að mestu fram eftir degi norðantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast vestanlands. Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt og litilsháttar úrkomu í flestum landshlutum, einkum sunnantil. Svipaður hiti.
Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Sjá meira