Enski boltinn

Segja Man Utd búið að bjóða í De Jong

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester United heldur áfram eltingaleik sínum við Frenkie de Jong.
Manchester United heldur áfram eltingaleik sínum við Frenkie de Jong. Jose Breton/Getty Images

Spænski fjölmiðillinn Marca fullyrðir að Manchester United sé búið að bjóða í Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona. Talið er að tilboðið hljómi upp á 80 milljónir evra ef allar bónusgreiðslur eru teknar með.

Hinn 25 ára gamli De Jong hefur verið orðaður við Man United allt síðan Erik Ten Hag tók við stjórnataumunum í Manchester en þeir unnu saman hjá Ajax áður en De Jong fór til Barcelona.

Margar sögusagnir eru í kringum De Jong og framtíð hans í Katalóníu um þessar mundir. Í lok síðasta mánaðar var því slegið upp að Börsungar hefðu samþykkt tilboð í leikmanninn en hann hefði hafnað því að flytja sg um set. Nú virðist komið annað hljóð í skrokkinn.

Barcelona leitar allra leiða til að fá aura í kassann og sem stendur er De Jong þeirra besta söluvara. Hann á hins vegar eftir fjögur ár af samningi sínum og mun ekki fara ódýrt.

Marca segir tilboð Man Utd hljóma upp á 60 milljónir evra og svo 20 milljónir til viðbótar í árangurstengdar greiðslur.

Börsungar eru að skoða tilboðið en liðið þarf að taka til í leikmannahóp sínum ef það ætlar að geta skráð nýja leikmenn til leiks.


Tengdar fréttir

Stefnir í að Man Utd mæti með nýja miðju til leiks á næstu leik­tíð

Það virðist sem nýráðinn þjálfari Manchester United hafi ekki mikla trú á núverandi miðju liðsins ef marka má þá leikmenn sem liðið er orðað við þessa dagana. Talið er að Erik ten Hag sé á höttunum á eftir hvorki meira né minna en þremur miðjumönnum um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×