Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2022 19:06 Halla Bergþóra vill fá að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi í svo flóknum málum sem þessum. vísir/vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. „Já, við höfum verið að tala um það að við gætum verið að miða okkar heimildir við það sem gerist annars staðar og það gæti hjálpað okkur mikið í þessum rannsóknum,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Því að þetta er mikil vinna við að vera að endurnýja úrskurði og fleira þannig að það gæti hjálpað.“ Og hvaða heimildir eru það sem þér finnst þið þurfa í málum sem þessum? „Það er kannski lenging á gæsluvarðhaldinu, það er bara 12 vikur, og svo jafnvel mætti skoða það að við þyrftum ekki að biðja um gæsluvarðhald alveg strax. Að við gætum haldið fólki sérstaklega ef við erum með svona flóknar rannsóknir,“ segir Halla Bergþóra. Stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar en aðeins brot af því sem er í umferð Lögreglan boðaði til blaðamannafundar í dag til að fara yfir tvær rannsóknir sem hún hefur staðið að; annarri síðan árið 2020 en hinni í nokkra mánuði. Málin eru nátengd - í öðru þeirra var lagt hald á mesta magn fíkniefna í einu og sama málinu í sögu lögreglunnar. Í hinu var svo lagt hald á fimm kíló af amfetamíni til viðbótar, sem er talið koma frá hópnum í fyrri rannsókninni. Þar er einnig umfangsmikið peningaþvætti til rannsóknar. Lögreglan sagði á fundinum í dag að hóparnir stofnuðu löglegan rekstur til að þvætta peningana, oft í veitingabransanum eða í byggingariðnaðinum. 10 hafa verið handteknir vegna málanna tveggja, allt Íslendingar, og sitja þrír þeirra í gæsluvarðhaldi. Tengsl þessara mála og manna eru flókin og það er þetta flækjustig í skipulagðri glæpastarfsemi sem lögreglustjóranum finnst kalla á auknar heimildir lögreglu til að taka á þeim. Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
„Já, við höfum verið að tala um það að við gætum verið að miða okkar heimildir við það sem gerist annars staðar og það gæti hjálpað okkur mikið í þessum rannsóknum,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Því að þetta er mikil vinna við að vera að endurnýja úrskurði og fleira þannig að það gæti hjálpað.“ Og hvaða heimildir eru það sem þér finnst þið þurfa í málum sem þessum? „Það er kannski lenging á gæsluvarðhaldinu, það er bara 12 vikur, og svo jafnvel mætti skoða það að við þyrftum ekki að biðja um gæsluvarðhald alveg strax. Að við gætum haldið fólki sérstaklega ef við erum með svona flóknar rannsóknir,“ segir Halla Bergþóra. Stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar en aðeins brot af því sem er í umferð Lögreglan boðaði til blaðamannafundar í dag til að fara yfir tvær rannsóknir sem hún hefur staðið að; annarri síðan árið 2020 en hinni í nokkra mánuði. Málin eru nátengd - í öðru þeirra var lagt hald á mesta magn fíkniefna í einu og sama málinu í sögu lögreglunnar. Í hinu var svo lagt hald á fimm kíló af amfetamíni til viðbótar, sem er talið koma frá hópnum í fyrri rannsókninni. Þar er einnig umfangsmikið peningaþvætti til rannsóknar. Lögreglan sagði á fundinum í dag að hóparnir stofnuðu löglegan rekstur til að þvætta peningana, oft í veitingabransanum eða í byggingariðnaðinum. 10 hafa verið handteknir vegna málanna tveggja, allt Íslendingar, og sitja þrír þeirra í gæsluvarðhaldi. Tengsl þessara mála og manna eru flókin og það er þetta flækjustig í skipulagðri glæpastarfsemi sem lögreglustjóranum finnst kalla á auknar heimildir lögreglu til að taka á þeim.
Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira