Frá þessu greinir Fréttablaðið en í umfjöllun blaðsins segir að samtökin sem um ræðir séu Landvernd, Eldvötn-samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar.
Kært er til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en í kærunni segir meðal annars að virkjunin myndi fela í sér brot á náttúruverndarlögum þar sem eldhraunum, fossum og víðernum sem njóta verndar verði spillt.
Þá yrðu lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin þar eð ekki yrði tekið tillit til afar neikvæðs álits Skipulagsstofnunar, sem sagði meðal annars að ekki hefði verið sýnt fram á brýna nauðsyn framkvæmdarinnar.
„Í kærunni segir að Núpahrauni, Skaftáreldahrauni og fossaröðinni í Lambhaga og Faxa yrði raskað, en þessi svæði njóti sérstakrar verndar með lögum um náttúruvernd," segir að lokum í blaðinu.