Íslenskur vafri sem heldur utan um tölvupóstinn, dagatalið og hlaðvörpin Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 23:35 Vivaldi vafrinn er íslenskt hugvit. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Osló en þróun vafrans fer líka fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Vísir Íslenska fyrirtækið Vivaldi hefur uppfært netvafrann sinn og bætt við innbyggðu póstforriti, dagatali og lesara fyrir strauma. Hægt er að sameina marga tölvupóstreikninga í vafranum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto.
Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira