Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 18:57 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir tugi eða jafnvel hundrað manns í samfélaginu á hverjum tíma sem geti flokkast undir tifandi tímasprengjur. Vísir/Ívar Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi miðar vel en karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið. Að sögn lögreglu er búið að ræða við öll vitni en gera má ráð fyrir að rannsóknin standi yfir í nokkra mánuði. Meðal annars þarf mat að fara fram á hinum grunaða og ástandi hans, líkt og venjan er í alvarlegum ofbeldismálum. Nágrannar hafa lýst því að maðurinn sem liggur undir grun, sem er fæddur árið 2001, hafi verið ógnandi í hegðun sinni og til vandræða um árabil og jafnvel gerst uppvís að dýraníð. Einn taldi ljóst að hann þyrfti á sértækum úrræðum að halda. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir lítið gert fyrir slíka einstaklinga, þó hann geti ekkert fullyrt nákvæmlega um ástand hins grunaða í Barðavogi. Hann vísar þó til þess að rætt hafi verið um manninn sem tifandi tímasprengju og segir marga slíka einstaklinga úti í samfélaginu. „Þessar tímasprengjur eru alveg tugir manna og jafnvel hundrað hverju sinni í dag, þó þeir séu ekki allir í afbrotum. Það eru engin úrræði í boði og þarna þarf klárlega að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að margir einstaklingar sem flokka mætti sem svokallaðar tímasprengjur vilji í raun aðstoð en að það sé barátta að koma þeim í viðeigandi úrræði. Geðdeildirnar og meðferðardeildir senda einstaklinga fram og til baka. „Ég þekki þetta frá okkar fólki og okkar starfi í Afstöðu, þar er algjört úrræðaleysi, bæði þegar kemur að föngum sem eru í fangelsi og í eftirfylgni,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld skorti vilja og langtímasýn Einhverjir hafa velt vöngum yfir sakhæfni mannsins sem að er grunaður um morðið í Barðavogi en Guðmundur segir dæmi um að dómarar hafi dæmt einstaklinga sakhæfa, sem voru ósakhæfir samkvæmt geðmati. Það rekur Guðmundur til almenningsálits og segir hann nokkur dæmi um slíkt. „Menn fá klárlega ekki aðstoð í fangelsum landsins, það er ekki staður til að senda veikt fólk á,“ segir Guðmundur. „Það vantar bara úrræði, það vantar úrræði fyrir sakhæfa einstaklinga sem eru veikir, það vantar fleiri úrræði fyrir ósakhæfa, og svo vantar náttúrulega alla eftirfylgni.“ Hann segir Ísland marga áratugi á eftir í þessum málum þar sem skort er á langtímasýn. Við erum ekki að hugsa þessi mál tíu, tuttugu, þrjátíu ár fram í tímann eins og Norðurlöndin eru að gera. Það virðast bara vera plástrar alltaf settir á sárið en ekkert hugsað heildstætt, það er bara staðan í dag,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að um viljaleysi stjórnvalda sé að ræða og mikil þörf er á breytingum. „Það þarf bara að gera heildarendurskoðun á lögum um geðheilbrigðiskerfið og fangelsiskerfið og þessi lög þurfa að vinna saman,“ segir hann. Manndráp í Barðavogi Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32 Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi miðar vel en karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið. Að sögn lögreglu er búið að ræða við öll vitni en gera má ráð fyrir að rannsóknin standi yfir í nokkra mánuði. Meðal annars þarf mat að fara fram á hinum grunaða og ástandi hans, líkt og venjan er í alvarlegum ofbeldismálum. Nágrannar hafa lýst því að maðurinn sem liggur undir grun, sem er fæddur árið 2001, hafi verið ógnandi í hegðun sinni og til vandræða um árabil og jafnvel gerst uppvís að dýraníð. Einn taldi ljóst að hann þyrfti á sértækum úrræðum að halda. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir lítið gert fyrir slíka einstaklinga, þó hann geti ekkert fullyrt nákvæmlega um ástand hins grunaða í Barðavogi. Hann vísar þó til þess að rætt hafi verið um manninn sem tifandi tímasprengju og segir marga slíka einstaklinga úti í samfélaginu. „Þessar tímasprengjur eru alveg tugir manna og jafnvel hundrað hverju sinni í dag, þó þeir séu ekki allir í afbrotum. Það eru engin úrræði í boði og þarna þarf klárlega að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að margir einstaklingar sem flokka mætti sem svokallaðar tímasprengjur vilji í raun aðstoð en að það sé barátta að koma þeim í viðeigandi úrræði. Geðdeildirnar og meðferðardeildir senda einstaklinga fram og til baka. „Ég þekki þetta frá okkar fólki og okkar starfi í Afstöðu, þar er algjört úrræðaleysi, bæði þegar kemur að föngum sem eru í fangelsi og í eftirfylgni,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld skorti vilja og langtímasýn Einhverjir hafa velt vöngum yfir sakhæfni mannsins sem að er grunaður um morðið í Barðavogi en Guðmundur segir dæmi um að dómarar hafi dæmt einstaklinga sakhæfa, sem voru ósakhæfir samkvæmt geðmati. Það rekur Guðmundur til almenningsálits og segir hann nokkur dæmi um slíkt. „Menn fá klárlega ekki aðstoð í fangelsum landsins, það er ekki staður til að senda veikt fólk á,“ segir Guðmundur. „Það vantar bara úrræði, það vantar úrræði fyrir sakhæfa einstaklinga sem eru veikir, það vantar fleiri úrræði fyrir ósakhæfa, og svo vantar náttúrulega alla eftirfylgni.“ Hann segir Ísland marga áratugi á eftir í þessum málum þar sem skort er á langtímasýn. Við erum ekki að hugsa þessi mál tíu, tuttugu, þrjátíu ár fram í tímann eins og Norðurlöndin eru að gera. Það virðast bara vera plástrar alltaf settir á sárið en ekkert hugsað heildstætt, það er bara staðan í dag,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að um viljaleysi stjórnvalda sé að ræða og mikil þörf er á breytingum. „Það þarf bara að gera heildarendurskoðun á lögum um geðheilbrigðiskerfið og fangelsiskerfið og þessi lög þurfa að vinna saman,“ segir hann.
Manndráp í Barðavogi Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32 Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32
Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54