Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2022 12:39 Emmanuel Macron og Brigitte Macron á kjörstað í morgun. AP/Ludovic Marin Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka. Frakkar kjósa til þings í tveimur umferðum rétt eins og í forsetakosningum. Macron forseta er í mun að fylgja eftir sigri sínum í maí með sigri í þingkosningunum til að auðvelda honum að koma stefnumálum sínum áfram. Þeirra á meðal eru loforð um skattalækkanir og að eftirlaunaaldur verði almennt hækkaður úr 62 árum í 65. Nýjustu kannanir benda hins vegar til að miðjubandalag Macrons sé ógnað af nýlega mynduðu bandalagi Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon. Hann hvetur kjósendur til að kjósa bandalag sitt svo Macron neyðist til að skipa hann í embætti forsætisráðherra. Vinstrabandalagið berst fyrir töluverðri hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Fimm hundruð sjötíu og sjö sæti eru á franska þinginu og er vinstrabandalaginu spáð 260 til 320 sætum og bandalagi miðjuflokka Macrons er spáð 260 til 320 sætum. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Þjóðarflokkur Marine Le Pen, sem tapaði forsetakosningunum fyrir Macron í maí, vonast til að fá að minnsta kosti 15 þingmenn þegar upp er staðið. Það myndi tryggja flokkum rétt á að mynda formlegan þingflokk sem tryggði honum meiri áhrif á franska þinginu. Í þingkosningunum fyrir fimm árum fékk flokkurinn aðeins átta þingmenn kjörna. Úrslit kosninganna gætu ráðist af lélegri kjörsókn en könnunarfyrirtæki spá því að innan við helmingur kjósenda muni mæta á kjörstað. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Frakkar kjósa til þings í tveimur umferðum rétt eins og í forsetakosningum. Macron forseta er í mun að fylgja eftir sigri sínum í maí með sigri í þingkosningunum til að auðvelda honum að koma stefnumálum sínum áfram. Þeirra á meðal eru loforð um skattalækkanir og að eftirlaunaaldur verði almennt hækkaður úr 62 árum í 65. Nýjustu kannanir benda hins vegar til að miðjubandalag Macrons sé ógnað af nýlega mynduðu bandalagi Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon. Hann hvetur kjósendur til að kjósa bandalag sitt svo Macron neyðist til að skipa hann í embætti forsætisráðherra. Vinstrabandalagið berst fyrir töluverðri hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Fimm hundruð sjötíu og sjö sæti eru á franska þinginu og er vinstrabandalaginu spáð 260 til 320 sætum og bandalagi miðjuflokka Macrons er spáð 260 til 320 sætum. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Þjóðarflokkur Marine Le Pen, sem tapaði forsetakosningunum fyrir Macron í maí, vonast til að fá að minnsta kosti 15 þingmenn þegar upp er staðið. Það myndi tryggja flokkum rétt á að mynda formlegan þingflokk sem tryggði honum meiri áhrif á franska þinginu. Í þingkosningunum fyrir fimm árum fékk flokkurinn aðeins átta þingmenn kjörna. Úrslit kosninganna gætu ráðist af lélegri kjörsókn en könnunarfyrirtæki spá því að innan við helmingur kjósenda muni mæta á kjörstað.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira