Erlent

Spacey fyrir dómara á fimmtudag

Kjartan Kjartansson skrifar
Kevin Spacey er 62 ára gamall. Hópur karlmanna hefur sakað hann um að brjóta á sér kynferðislega.
Kevin Spacey er 62 ára gamall. Hópur karlmanna hefur sakað hann um að brjóta á sér kynferðislega. AP/Steven Senne

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey á að mæta fyrir dómara í Westminster í Bretlandi á fimmtudag. Þar á hann að svara til saka fyrir fjórar ákærur vegna kynferðisbrota gegn þremur karlmönnum.

Lögreglan í London staðfestir að Spacey sé ákærður í fjórðum liðum fyrir kynferðisbrot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC

Hann er sakaður um að hafa brotið á karlmanni, sem nú er á fimmtugsaldri, í London í mars árið 2005 og gegn öðrum, sem nú er á fertugsaldri, í ágúst árið 2008. Fjórði ákæruliðurinn er vegna meints kynferðisbrots gegn karlmanni, sem nú er á fertugsaldri, í Gloucestershire í apríl árið 2013.

Spacey hefur sagst ætla að mæta sjálfviljugur fyrir dóm í Bretlandi til að svara fyrir ásakanirnar. Hann fullyrðir að hann getið sannað sakleysi sitt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×