Íslendingur dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir barnaníð á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2022 12:29 Spænska lögreglan segir Ómar hafa sent þremur barnanna barnaníðsefni með samskiptaforritinu WhatsApp. Guardia Civil Dómstóll á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann um sextugt í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn að minnsta kosti sex börnum í Torre-Pachecho í Múrsíu á suðausturhluta Spánar. Brotin voru framin á árunum 2020 til 2021. Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin. Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin.
Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira