„Heimir er Eyjamaður í húð og hár og vill leggja sitt af mörkum“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. júní 2022 20:30 Hermann Hreiðarsson var jákvæður eftir tap gegn Víkingi Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar jákvæður eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Víkingi Reykjavík. „Mér fannst við gera fullt vel í leiknum sem við getum nýtt okkur, það var sjálfstraust í liðinu og í raun var allt sem þurfti til að vinna fótboltaleik. Ég var ánægður með að mínir menn höfðu gaman af því að spila fótbolta og var mjög skrítið að tapa þessum leik með þremur mörkum,“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Vísi eftir leik. ÍBV skapaði sér þó nokkur færi í síðari hálfleik og var með ólíkindum að Eyjamönnum hafi ekki tekist að skora. „Það vantaði lítið upp á. Í fótbolta er lykilinn að komast í færi en svo þarf bara að klára þau. Við vorum hugrakkir og pressuðum Víkinga sem eru tvöfaldir meistarar. En það var afar súrt að ná ekki að taka stig úr þessum öfluga leik okkar.“ „Það er asnalegt að segja þetta en það voru rosalega mikið af jákvæðum hlutum í þessum leik og verð ég að hrósa mínu liði fyrir hvernig þeir spiluðu í kvöld.“ Heimir Hallgrímsson, fyrrum A-landsliðsþjálfari Íslands, var á bekknum hjá ÍBV sem liðstjóri og var Hermann ánægður að hafa Heimi hjá sér í kvöld. „Heimir er Eyjamaður í húð og hár. Hann vill styðja við bakið á okkur. Það er stórkostlegt að hafa Heimi hjá okkur og hann vill leggja sitt af mörkum og vera innan handar sem er frábært og við komum til með að nýta okkur þann viskubrunn,“ sagði Hermann Hreiðarsson jákvæður að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. ÍBV Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Mér fannst við gera fullt vel í leiknum sem við getum nýtt okkur, það var sjálfstraust í liðinu og í raun var allt sem þurfti til að vinna fótboltaleik. Ég var ánægður með að mínir menn höfðu gaman af því að spila fótbolta og var mjög skrítið að tapa þessum leik með þremur mörkum,“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Vísi eftir leik. ÍBV skapaði sér þó nokkur færi í síðari hálfleik og var með ólíkindum að Eyjamönnum hafi ekki tekist að skora. „Það vantaði lítið upp á. Í fótbolta er lykilinn að komast í færi en svo þarf bara að klára þau. Við vorum hugrakkir og pressuðum Víkinga sem eru tvöfaldir meistarar. En það var afar súrt að ná ekki að taka stig úr þessum öfluga leik okkar.“ „Það er asnalegt að segja þetta en það voru rosalega mikið af jákvæðum hlutum í þessum leik og verð ég að hrósa mínu liði fyrir hvernig þeir spiluðu í kvöld.“ Heimir Hallgrímsson, fyrrum A-landsliðsþjálfari Íslands, var á bekknum hjá ÍBV sem liðstjóri og var Hermann ánægður að hafa Heimi hjá sér í kvöld. „Heimir er Eyjamaður í húð og hár. Hann vill styðja við bakið á okkur. Það er stórkostlegt að hafa Heimi hjá okkur og hann vill leggja sitt af mörkum og vera innan handar sem er frábært og við komum til með að nýta okkur þann viskubrunn,“ sagði Hermann Hreiðarsson jákvæður að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
ÍBV Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira