Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. júní 2022 10:30 Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna. Styrkurinn skal samkvæmt frumvarpinu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1 millj. kr. Styrkirnir eru samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign. Atvinnuveganefnd lagði til hækkun á hámarki í 1,3 milljónir kr. Samkvæmt athugun Orkustofnunar fer kostnaður slíks tækjabúnaður almennt ekki yfir 2 milljónir króna. Þetta er vanáætlað, kostnaðurinn er nær 2,6 – 3 milljónir króna. Hér er mikið hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar sem nýta raforku til húshitunar á köldum svæðum landsins, þar sem nýting jarðhita er ekki möguleg. Málið er liður í orkuskiptum og það bæði eykur tekjur ríkissjóðs og sparar ríkinu töluverð útgjöld til lengri tíma. Með varmadælu og öðrum orkusparandi búnaði er gert ráð fyrir að hægt verði að losa um allt að 110 GWst í aðra notkun. Það samsvarar raforkunotkun 50 þúsund rafbíla. Þessar 110 GWst sem fara í aðra notkun munu við það færast úr 11% virðisaukaskatti fyrir rafhitun í 24% virðisaukaskatt fyrir aðra raforkunotkun. Það mun auka tekjur ríkissjóðs verulega. Aukin notkun á tækjabúnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun mun einnig lækka útgjaldaþörf ríkisins til niðurgreiðslna vegna húshitunar til lengri tíma. Ríkið sparar í formi lægri útgjalda. Íbúðareigendur, sem fjárfesta í umhverfisvænni orkuöflun og bættri orkunýtingu, eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins af fjárfestingum sínum. Í ljósi þess hve mikilvægt er að stuðla að orkuskiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjald ríkisin,s ætti að hækka styrkina í úr helmingi kostnaðar í þrjá fjórðu (75%) hluta kostnaðar og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hækkun útgjalda verði fjármögnuð með auknu 50 milljón króna árlegu útgjaldasvigrúmi á málefnasviði 15 Orkumál frá og með 2023 og það sem eftir stendur með ráðstöfun fjárheimilda af málefnasviði 17 Umhverfismál sem ætlaðar eru til orkuskipta. Lögfesting frumvarpsins mun því ekki hafa nein fjárhagsáhrif á ríkissjóð. Hækkun styrks úr helmingi (50%) í þrjá fjórðu (75%) kostnaðar íbúðareiganda við tækjakaup leiðir líka til að hlutfallslegrar hækkunar á ofangreindu árlegu útgjaldasvigrúmi um 25 milljónir króna. Í frumvarpinu kemur fram að losa þarf raforku til nauðsynlegra orkuskipta á næstu árum og að með aukinni notkun varmadælna við húshitun í stað rafhitunar sparast mikil raforka sem þá er hægt að nýta á annan hátt, t.d. til orkuskipta í samgöngum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mikið talað um orkuskipti. Þar kemur fram að leggja eigi áherslu á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Orkuskipti á að verða ríkur þáttur í framlagi Íslands til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána samhliða því að styrkja efnahagslega stöðu landsins og verða í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Styðja á orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu. Byggðaáætlun á að styðja við græn umskipti um allt land. Þetta eru háleit markmið um orkuskipti í landinu þar sem hraða á orkuskiptum á öllum sviðum og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040 og verða þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ísland á að vera í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu og kveða á um þau í byggðaáætlun. Meini ríkisstjórnin eitthvað með yfirlýsingum sínum í stjórnarsáttmálanum um orkuskipti, er ljóst að íbúðareigendur sem fjárfesta tækjabúnaði sem leiðir til umhverfisvænni orkuöflunar og bættrar orkunýtingar eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins. Það verður ekki gert með því að íbúðareigendur á landsbyggðinni stofni til mikilla útgjalda við kaup á tækjabúnaði sem gerir þau möguleg. Það eru útgjöld sem nema um 1,3 – 1,5 milljón króna með helmingsstyrk og með 75% styrk 650 – 750 þúsund krónur. Mikilvægt er því að þessi mikilvægi styrkur verði aukinn frekar en kveðið nú er ætlunin. Með því væri settur kraftur í umhverfisvænni orkuöflunar og bætta orkunýtingu á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna. Styrkurinn skal samkvæmt frumvarpinu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1 millj. kr. Styrkirnir eru samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign. Atvinnuveganefnd lagði til hækkun á hámarki í 1,3 milljónir kr. Samkvæmt athugun Orkustofnunar fer kostnaður slíks tækjabúnaður almennt ekki yfir 2 milljónir króna. Þetta er vanáætlað, kostnaðurinn er nær 2,6 – 3 milljónir króna. Hér er mikið hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar sem nýta raforku til húshitunar á köldum svæðum landsins, þar sem nýting jarðhita er ekki möguleg. Málið er liður í orkuskiptum og það bæði eykur tekjur ríkissjóðs og sparar ríkinu töluverð útgjöld til lengri tíma. Með varmadælu og öðrum orkusparandi búnaði er gert ráð fyrir að hægt verði að losa um allt að 110 GWst í aðra notkun. Það samsvarar raforkunotkun 50 þúsund rafbíla. Þessar 110 GWst sem fara í aðra notkun munu við það færast úr 11% virðisaukaskatti fyrir rafhitun í 24% virðisaukaskatt fyrir aðra raforkunotkun. Það mun auka tekjur ríkissjóðs verulega. Aukin notkun á tækjabúnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun mun einnig lækka útgjaldaþörf ríkisins til niðurgreiðslna vegna húshitunar til lengri tíma. Ríkið sparar í formi lægri útgjalda. Íbúðareigendur, sem fjárfesta í umhverfisvænni orkuöflun og bættri orkunýtingu, eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins af fjárfestingum sínum. Í ljósi þess hve mikilvægt er að stuðla að orkuskiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjald ríkisin,s ætti að hækka styrkina í úr helmingi kostnaðar í þrjá fjórðu (75%) hluta kostnaðar og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hækkun útgjalda verði fjármögnuð með auknu 50 milljón króna árlegu útgjaldasvigrúmi á málefnasviði 15 Orkumál frá og með 2023 og það sem eftir stendur með ráðstöfun fjárheimilda af málefnasviði 17 Umhverfismál sem ætlaðar eru til orkuskipta. Lögfesting frumvarpsins mun því ekki hafa nein fjárhagsáhrif á ríkissjóð. Hækkun styrks úr helmingi (50%) í þrjá fjórðu (75%) kostnaðar íbúðareiganda við tækjakaup leiðir líka til að hlutfallslegrar hækkunar á ofangreindu árlegu útgjaldasvigrúmi um 25 milljónir króna. Í frumvarpinu kemur fram að losa þarf raforku til nauðsynlegra orkuskipta á næstu árum og að með aukinni notkun varmadælna við húshitun í stað rafhitunar sparast mikil raforka sem þá er hægt að nýta á annan hátt, t.d. til orkuskipta í samgöngum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mikið talað um orkuskipti. Þar kemur fram að leggja eigi áherslu á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Orkuskipti á að verða ríkur þáttur í framlagi Íslands til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána samhliða því að styrkja efnahagslega stöðu landsins og verða í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Styðja á orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu. Byggðaáætlun á að styðja við græn umskipti um allt land. Þetta eru háleit markmið um orkuskipti í landinu þar sem hraða á orkuskiptum á öllum sviðum og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040 og verða þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ísland á að vera í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu og kveða á um þau í byggðaáætlun. Meini ríkisstjórnin eitthvað með yfirlýsingum sínum í stjórnarsáttmálanum um orkuskipti, er ljóst að íbúðareigendur sem fjárfesta tækjabúnaði sem leiðir til umhverfisvænni orkuöflunar og bættrar orkunýtingar eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins. Það verður ekki gert með því að íbúðareigendur á landsbyggðinni stofni til mikilla útgjalda við kaup á tækjabúnaði sem gerir þau möguleg. Það eru útgjöld sem nema um 1,3 – 1,5 milljón króna með helmingsstyrk og með 75% styrk 650 – 750 þúsund krónur. Mikilvægt er því að þessi mikilvægi styrkur verði aukinn frekar en kveðið nú er ætlunin. Með því væri settur kraftur í umhverfisvænni orkuöflunar og bætta orkunýtingu á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun