Innlent

Bessastaðir opnir almenningi á laugardaginn

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson mun taka á móti gestum milli 13 og 16.
Guðni Th. Jóhannesson mun taka á móti gestum milli 13 og 16. Vísir/Vilhelm

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á laugardaginn. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid munu þar taka á móti gestum og býðst fólki að skoða staðinn milli klukkan 13 og 16.

Frá þessu segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, en þetta er í fyrsta sinn frá upphafi kórónuveirufaraldursins sem Bessastaðir verða opnir almenningi.

„Bessastaðastofa var byggð á 18. öld og á sér merka sögu. Í húsinu má sjá sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist, og fornleifar í kjallara veita innsýn í búsetu á Bessastöðum allt frá landnámstíð.

Auk Bessastaðastofu munu gestir geta skoðað móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Þá mun fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar, standa í hlaði en bifreiðin er árgerð 1942.

Starfsmenn embættis forseta og aðstoðarmenn veita upplýsingar um staðinn og verða gestum til aðstoðar,“ segir í tilkynningunni.

Guðni Th. Jóhannesson forseti ræddi opna húsið í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×