Margir þeirra sem smitast nú hafa ekki fengið fjórðu bólusetninguna Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 17:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til þeirra sem eru smitaðir af Covid-19 að halda sig til hlés, ekki síst í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn á morgun. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að margir þeirra sem nú greinist með kórónuveiruna hafi ekki fengið fjórða skammt bóluefnis og það kunni að vera orsök fjölgunar sjúklinga með alvarleg veikindi. Hann sér ekki fyrir sér að koma aftur á takmörkunum vegna fjölgunar smitaðra. Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06
Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15