Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 23:20 Mynd af Mike Pence varafoseta í símanum á meðan honum og þingmönnum var haldið á öruggum stað eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið 6. janúar 2021. Hún var sýnd á fundi nefndar sem rannsakar árásina. AP/Susan Walsh Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Nú var kastljósið á tilraunum Trump og ráðgjafa hans til þess að fá Pence varaforseta til að neita að staðfesta úrslit kosninganna og sigur Joes Biden á grundvelli framandlegra lagakenningar. Trump þrýsti þannig ítrekað á Pence að hafna kjörmönnum frá sjö ríkjum þar sem hann hélt fram að kosningasvik hefðu kostað sig sigur og láta ríkisþing ríkjanna senda aðra kjörmenn sem tryggðu Trump sigur. Þegar Pence neitaði að taka þátt í ráðabrugginu lýsti Trump yfir vonbrigðum sínum með varaforsetann á útifundi með þúsundum stuðningsmanna sinna í Washington-borg að morgni 6. janúars. Hluti hópsins hélt svo að þinghúsinu og braust þar inn. Sumir þeirra hrópuðu slagorð um að hengja Pence og einhverjir gengu svo langt að reisa gálga fyrir utan þinghúsið. „Ég hef ákveðið að ég ætti að vera á náðunarlistanum“ Gögn og vitnisburðir sem þingnefndin birti í dag renna stoðum undir að Trump og ráðgjafar hans hafi sjálfir vitað að það sem þeir vildu fá Pence til að gera væri ólöglegt. Það stöðvaði þá ekki í að halda áfram að nauða í varaforsetanum. Ráðgjafar Pence báru vitni um að John Eastman, íhaldssamur lagaprófessor og „heilinn“ á bak við áætlun Trump, og forsetinn sjálfur hafi vitað að það stæðist ekki lög að varaforsetinn neitaði að staðfesta kosningaúrslit. Greg Jacob, yfirlögfræðingur varaforsetaembættisins í tíð Pence, bar vitni um að hann hefði sagt Eastman að áætlun hans stríddi gegn lögum um talningu kjörmanna og að Eastman hafi viðurkennt að það væri rétt. Prófessorinn hefði einnig viðurkennt að færi málið fyrir hæstarétt yrði því hafnað af öllum dómurunum við réttinn, íhaldsmönnum sem frjálslyndum dómurum. Eastman virðist hafa vitað upp á sig sökina sjálfur. Nefndin birti tölvupóstgögn sem sýndu að Eastman hafi falast eftir því að Trump náðaði hann fyrirfram fyrir hugsanlega glæpi. „Ég hef ákveðið að ég ætti að vera á náðunarlistanum ef hann er ennþá í vinnslu,“ sagði Eastman í tölvupósti til Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem var einnig einn háværasti talsmaður þess að Pence sneri við úrslitum kosninganna, nokkrum dögum eftir árásina á þinghúsið. Trump og stuðningsmenn hans enn ógn við lýðræðið Jacob sagði að Pence sjálfur hafi talið það kunna að vera það mikilvægasta sem hann gerði um ævina að hafna áætlun Trump og félaga. Undir það tók J. Michael Luttig, íhaldssamur dómari sem var Pence innan handar dagana fyrir 6. janúar. „Ef Donald Trump hefði verið lýstur næsti forseti hefði það steypt Bandaríkjunum í það sem ég tel að hefði jafngilt byltingu innan í stjórnskipunarkreppu,“ sagði Luttig sem varaði við því að Trump og bandamenn hans væru enn ógn við lýðræði í Bandaríkjunum. J. Michael Luttig er alríkisdómari á eftirlaunum sem var ráðgjafi Pence og fleiri repúblikana. Hann bar vitni fyrir þingnefndinni og sagði Trump ógn við lýðræðið.AP/Susan Walsh Vissi að setið væri um Pence í þinginu en hélt áfram að gagnrýna hann Frekari gögn um árásir Trump á Pence daginn sem árásin var gerð komu einnig við hjá nefndinni í dag. Forsetinn er sagður hafa vitað af því að Pence væri inn í þinghúsinu í umsátursástandinu þar þegar hann tísti um að varaforsetinn hefði ekki haft „hugrekki til að gera það sem þurfti að gera“ til milljóna stuðningsmanna sinna. „Donald Trump sigaði æstum múg á hann,“ sagði Bennie Thompson, einn fulltrúanna í nefndinni. Pete Aguilar, demókrati sem stýrði fundi nefndarinnar í dag, sagði Jaboc, lögfræðingi varaforsetans, að stuðningsmenn Trump hafi á tímabili verið aðeins nokkrum metrum frá Pence og þingmönnum inni í þinghúsinu. Þá sýndi nefndin myndir af Pence úr þinghúsinu sem hafa ekki birst opinberlega áður, þar á meðal eina þar sem hann sést lesa tíst Trump um sig á síma. Jan. 6 committee shows photos obtained via National Archives, including this one showing Pence on phone watching video Trump tweeted out telling rioters to go home. pic.twitter.com/QEkFZIRDwv— Katherine Faulders (@KFaulders) June 16, 2022 Jacob sagði að Pence hafi neitað að fara úr þinghúsinu þrátt fyrir að leyniþjónustan hefði hvatt hann til þess. Það hafi hann gert því hann vildi ekki að heimsbyggðin sæi varaforseta Bandaríkjanna flýja þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10. júní 2022 06:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Nú var kastljósið á tilraunum Trump og ráðgjafa hans til þess að fá Pence varaforseta til að neita að staðfesta úrslit kosninganna og sigur Joes Biden á grundvelli framandlegra lagakenningar. Trump þrýsti þannig ítrekað á Pence að hafna kjörmönnum frá sjö ríkjum þar sem hann hélt fram að kosningasvik hefðu kostað sig sigur og láta ríkisþing ríkjanna senda aðra kjörmenn sem tryggðu Trump sigur. Þegar Pence neitaði að taka þátt í ráðabrugginu lýsti Trump yfir vonbrigðum sínum með varaforsetann á útifundi með þúsundum stuðningsmanna sinna í Washington-borg að morgni 6. janúars. Hluti hópsins hélt svo að þinghúsinu og braust þar inn. Sumir þeirra hrópuðu slagorð um að hengja Pence og einhverjir gengu svo langt að reisa gálga fyrir utan þinghúsið. „Ég hef ákveðið að ég ætti að vera á náðunarlistanum“ Gögn og vitnisburðir sem þingnefndin birti í dag renna stoðum undir að Trump og ráðgjafar hans hafi sjálfir vitað að það sem þeir vildu fá Pence til að gera væri ólöglegt. Það stöðvaði þá ekki í að halda áfram að nauða í varaforsetanum. Ráðgjafar Pence báru vitni um að John Eastman, íhaldssamur lagaprófessor og „heilinn“ á bak við áætlun Trump, og forsetinn sjálfur hafi vitað að það stæðist ekki lög að varaforsetinn neitaði að staðfesta kosningaúrslit. Greg Jacob, yfirlögfræðingur varaforsetaembættisins í tíð Pence, bar vitni um að hann hefði sagt Eastman að áætlun hans stríddi gegn lögum um talningu kjörmanna og að Eastman hafi viðurkennt að það væri rétt. Prófessorinn hefði einnig viðurkennt að færi málið fyrir hæstarétt yrði því hafnað af öllum dómurunum við réttinn, íhaldsmönnum sem frjálslyndum dómurum. Eastman virðist hafa vitað upp á sig sökina sjálfur. Nefndin birti tölvupóstgögn sem sýndu að Eastman hafi falast eftir því að Trump náðaði hann fyrirfram fyrir hugsanlega glæpi. „Ég hef ákveðið að ég ætti að vera á náðunarlistanum ef hann er ennþá í vinnslu,“ sagði Eastman í tölvupósti til Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem var einnig einn háværasti talsmaður þess að Pence sneri við úrslitum kosninganna, nokkrum dögum eftir árásina á þinghúsið. Trump og stuðningsmenn hans enn ógn við lýðræðið Jacob sagði að Pence sjálfur hafi talið það kunna að vera það mikilvægasta sem hann gerði um ævina að hafna áætlun Trump og félaga. Undir það tók J. Michael Luttig, íhaldssamur dómari sem var Pence innan handar dagana fyrir 6. janúar. „Ef Donald Trump hefði verið lýstur næsti forseti hefði það steypt Bandaríkjunum í það sem ég tel að hefði jafngilt byltingu innan í stjórnskipunarkreppu,“ sagði Luttig sem varaði við því að Trump og bandamenn hans væru enn ógn við lýðræði í Bandaríkjunum. J. Michael Luttig er alríkisdómari á eftirlaunum sem var ráðgjafi Pence og fleiri repúblikana. Hann bar vitni fyrir þingnefndinni og sagði Trump ógn við lýðræðið.AP/Susan Walsh Vissi að setið væri um Pence í þinginu en hélt áfram að gagnrýna hann Frekari gögn um árásir Trump á Pence daginn sem árásin var gerð komu einnig við hjá nefndinni í dag. Forsetinn er sagður hafa vitað af því að Pence væri inn í þinghúsinu í umsátursástandinu þar þegar hann tísti um að varaforsetinn hefði ekki haft „hugrekki til að gera það sem þurfti að gera“ til milljóna stuðningsmanna sinna. „Donald Trump sigaði æstum múg á hann,“ sagði Bennie Thompson, einn fulltrúanna í nefndinni. Pete Aguilar, demókrati sem stýrði fundi nefndarinnar í dag, sagði Jaboc, lögfræðingi varaforsetans, að stuðningsmenn Trump hafi á tímabili verið aðeins nokkrum metrum frá Pence og þingmönnum inni í þinghúsinu. Þá sýndi nefndin myndir af Pence úr þinghúsinu sem hafa ekki birst opinberlega áður, þar á meðal eina þar sem hann sést lesa tíst Trump um sig á síma. Jan. 6 committee shows photos obtained via National Archives, including this one showing Pence on phone watching video Trump tweeted out telling rioters to go home. pic.twitter.com/QEkFZIRDwv— Katherine Faulders (@KFaulders) June 16, 2022 Jacob sagði að Pence hafi neitað að fara úr þinghúsinu þrátt fyrir að leyniþjónustan hefði hvatt hann til þess. Það hafi hann gert því hann vildi ekki að heimsbyggðin sæi varaforseta Bandaríkjanna flýja þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10. júní 2022 06:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35
„Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00
Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10. júní 2022 06:50