Alls sóttu 22 borgir um að fá að halda leiki, en að lokum urðu 16 þeirra fyrir valinu. Ellefu borgir í Bandaríkjunum fá leiki og þá verður leikið í þremur borgum í Mexíkó og tveimur í Kanada.
Your #FIFAWorldCup 2026 Host Cities:
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2022
🇺🇸Atlanta
🇺🇸Boston
🇺🇸Dallas
🇲🇽Guadalajara
🇺🇸Houston
🇺🇸Kansas City
🇺🇸Los Angeles
🇲🇽Mexico City
🇺🇸Miami
🇲🇽Monterrey
🇺🇸New York / New Jersey
🇺🇸Philadelphia
🇺🇸San Francisco Bay Area
🇺🇸Seattle
🇨🇦Toronto
🇨🇦Vancouver
Hins vegar á enn eftir að ákveða hvar úrslitaleikurinn sjálfur mun fara fram, en Gianni Infantino, forseti FIFA, vildi ekki gefa neitt upp um þá ákvörðun.
„Við munum taka okku góðan tíma í að ákveða hvar úrslitin munu fara fram,“ sagði Infantino þegar hann var spurður út í úrslitaleikinn.
HM 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið þar sem 48 þjóðir munu taka þátt. Það er umtalsverð fjölgun, en undanfarið hafa 32 þjóðir unnið sér inn þátttökurétt á þessu stærsta íþróttamóti heims.
Borgirnar sem munu halda HM-leiki:
Bandaríkin:
Boston
Philadelphia
Miami
New York/New Jersey
Kansas City
Dallas
Atlanta
Houston
Seattle
San Francisco
Los Angeles
Mexíkó:
Monterrey
Mexico City
Guadalajara
Kanada:
Toronto
Vancouver