Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi var í gær kallað út til þess að aðstoða gönguhóp sem villtist á Hvannaalshnjúki í gær.
Enginn var slasaður en hópurinn lenti í vandræðum á leið sinni niður af hnjúknum. Fólkið óskaði eftir aðstoð um klukkan fimm síðdegis í gær en það hafði verið á göngu nær allan daginn. Fólkið hafði tapað leiðsöögubúnaði sínum og villst á leiðinni.
Davíð segir að nú klukkan sex í morgun hafi verið búið að flytja allt göngufólkið á snjósleðum í björgunarsveitarbíla og því allir komnir inn í hlýja bíla og gott skjól.
„Hópurinn hafði þá haldið til í snjóhúsi frá því fyrir miðnætti. Bíðlarnir eru enn á leiðinni til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður göngugarpar og björgunarfólks,“ segir Davíð og gerir ráð fyrir að enn séu tveir tímar í að hópurinn nái til Hafnar.