Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 11:06 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kynnti ákvörðun hennar um aðildarumsókn Úkraínu í morgun. Ursula var klædd í bláa skyrtu og gulan jakka, sem eru fánalitir Úkraínu. AP Photo/Geert Vanden Wijngaert Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að lýsa yfir stuðningi við umsókn Úkraínu að sambandinu hefur mikla þýðingu fyrir landið. Málið verður næst til umræðu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í næstu viku. Til þess að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis þurfa leiðtogar allra tuttugu og sjö Evrópusambandsríkjanna að samþykkja það. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Þeir hétu því allir á sameiginlegum blaðamannafundi í borginni að styðja við Úkraínu í umsókn hennar um aðild að Evrópusambandinu. Olaf Scholz Þýskalandskanslari sagði á fundinum að Úkraína sé hluti af evrópsku fjölskyldunni. Það verði stórt skref þegar landið fái stöðu umsóknarríkis og aðildarríki Evrópusambandsins muni ræða stöðu landsins á næstu dögum. Nærri fjórir mánuðir eru liðnir síðan Rússland hóf innrás í Úkraínu en talsmaður Kreml sagði í yfirlýsingu í morgun, eftir að fréttirnar bárust frá framkvæmdastjórn ESB, að yfirvöld þar í landi fylgdust náið með stöðu mála. Fylgjast þurfi enn betur með framvindunni vegna breyttrar stöðu Úkraínu gagnvart ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur aldrei áður afgreitt umsókn um aðild að sambandinu svo hratt. Stuðningur framkvæmdastjórnarinnar við umsókn Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að lýsa yfir stuðningi við umsókn Úkraínu að sambandinu hefur mikla þýðingu fyrir landið. Málið verður næst til umræðu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í næstu viku. Til þess að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis þurfa leiðtogar allra tuttugu og sjö Evrópusambandsríkjanna að samþykkja það. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Þeir hétu því allir á sameiginlegum blaðamannafundi í borginni að styðja við Úkraínu í umsókn hennar um aðild að Evrópusambandinu. Olaf Scholz Þýskalandskanslari sagði á fundinum að Úkraína sé hluti af evrópsku fjölskyldunni. Það verði stórt skref þegar landið fái stöðu umsóknarríkis og aðildarríki Evrópusambandsins muni ræða stöðu landsins á næstu dögum. Nærri fjórir mánuðir eru liðnir síðan Rússland hóf innrás í Úkraínu en talsmaður Kreml sagði í yfirlýsingu í morgun, eftir að fréttirnar bárust frá framkvæmdastjórn ESB, að yfirvöld þar í landi fylgdust náið með stöðu mála. Fylgjast þurfi enn betur með framvindunni vegna breyttrar stöðu Úkraínu gagnvart ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur aldrei áður afgreitt umsókn um aðild að sambandinu svo hratt. Stuðningur framkvæmdastjórnarinnar við umsókn Úkraínu
Úkraína Rússland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58
Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02