Fótbolti

Gunnar Heiðar og læri­sveinar í Vestra sóttu sigur í Grafar­voginum

Atli Arason skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra. Vísir/Sigurjón

Vestri gerði góða ferð í sólina í Grafarvogi í dag þar sem þeir sóttu öll stigin með 1-2 endurkomusigri gegn Fjölni.

Fyrri hálfleikur var markalaus en fyrsta mark leiksins kom á 70. mínútu þegar einn af markahæstu leikmönnum Lengjudeildarinnar, Hákon Ingi Jónsson, skoraði úr vítaspyrnu fyrir Fjölni.

Einungis þremur mínútum síðar var dæmd önnur vítaspyrna en það í hinum vítateignum. Vladimir Tufegdzic tekur spyrnuna og jafnar leikinn.

Sigurmark leiksins kom svo á lokamínútunum, þegar gestirnir fá hornspyrnu. Varamaðurinn Martin Montipo fær knöttinn og skorar sigurmarkið. Fyrsta tap Fjölnis á heimavelli í sumar staðreynd, lokatölur 1-2.

Með sigrinum fer Vestri í 9 stig og lyftir sér upp fyrir Aftureldingu og upp í 8. sæti deildarinnar. Fjölnir er áfram í 6. sæti með 11 stig.

Upplýsingar um markaskorara koma frá Fotbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×