Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:56 Farþegar Baldurs sátu fastir í meira en fimm klukkustundir eftir að ferjan varð vélarvana í morgun. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“ Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“
Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08
Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33