Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 08:58 Emmanuel Macron Frakklandsforseti þarf á góðu gengi að halda í kosningunum í dag. EPA/GONZALO FUENTES Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01