Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 11:32 Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Samsett Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58