Bætingar í Breiðholti á 115 ára afmæli ÍR Freyr Ólafsson skrifar 20. júní 2022 08:31 Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi, báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna og leiðtoga hefur stolt borið ÍR merkið í barmi. Samfélagið hefur breyst mikið á þessum 115 árum. Árið 1907 bjuggu rúmlega 10 þúsund íbúar í Reykjavík, en nú búa í Breiðholtinu einu, meira en tvöfalt fleiri, eða um 22 þúsund manns. Íþróttirnar hafa líka breyst. Starfið í íþróttafélögunum í dag er ekki aðeins fyrir Ólympíufara og annað harðkjarna keppnisfólk. Nú er íþróttastarfið ómetanlegt í uppeldi barna og ungmenna og ekki síður svar fjöldans við hreyfingarleysi við dagleg störf, ólíkt því sem var. Í dag vitum við að lykillinn að heilsu og hreysti er falinn í frjálsíþróttunum; kappgöngu, köstum, stökkum og hlaupum, í knattspyrnu, körfu, karate, keilu o.s.frv. Fá félög hafa þannig svarað kalli breyttra tíma betur en ÍR-ingar sem halda nú úti öflugu starfi sem hæfir öllum aldri í alls tíu deildum! Nú hefur Reykjavíkurborg sýnt í verki stuðning sinn við þetta stórveldi í frjálsíþróttum og reist í samstarfi við ÍR nýjan glæsilegan frjálsíþróttavöll í Mjódd, í ÍR litunum, fallega bláan með hvítum línum. Þar sómir hann sér vel innan um önnur glæsileg íþróttamannvirki félagsins sem byggst hafa upp undanfarin ár. Mikilsverð uppbygging fyrir frjálsíþróttastarf í landinu en ekki síður fyrir nágrannana í Breiðholtinu, ÍR-inga á öllum aldri sem nú eru boðnir velkomnir á bláu brautina og mjúku skokkbrautina umhverfis völlinn. Um leið er þetta mikilsverð viðurkenning borgarinnar á breyttu samfélagi sem kallar nú eftir opinni og aðgengilegri íþróttaaðstöðu í sínu nærumhverfi. Til hamingju Reykjavík með glæsilegan nýjan frjálsíþróttavöll, fyrsta hverfisvöllinn, fyrirmynd fyrir önnur hverfi! Til hamingju Breiðhyltingar með ykkar nýju mannvirki sem nú bíða ykkar í Mjóddinni! Mannvirki sem eiga eftir að verða ykkur, sem munuð grípa gæsina og reima á ykkur skóna, uppspretta gleði, hreysti og hamingju! ÍR fær afhent nýtt frjálsíþróttasvæði. Síðast en ekki síst, til hamingju ÍR með 115 ára afmælið! Það er erfitt að hugsa sér meira viðeigandi leið til að fagna afmælinu en með vígslu þessa glæsilega opna frjálsíþróttavallar. Megi völlurinn hjálpa ykkur að efla enn íþróttina sem hefur leikið lykilhlutverk hjá félaginu allt frá stofnun og mun vonandi gera áfram í a.m.k. önnur 115 ár! Höfundur er formaður FRÍ, Frjálsíþróttasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ÍR Reykjavík Frjálsar íþróttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi, báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna og leiðtoga hefur stolt borið ÍR merkið í barmi. Samfélagið hefur breyst mikið á þessum 115 árum. Árið 1907 bjuggu rúmlega 10 þúsund íbúar í Reykjavík, en nú búa í Breiðholtinu einu, meira en tvöfalt fleiri, eða um 22 þúsund manns. Íþróttirnar hafa líka breyst. Starfið í íþróttafélögunum í dag er ekki aðeins fyrir Ólympíufara og annað harðkjarna keppnisfólk. Nú er íþróttastarfið ómetanlegt í uppeldi barna og ungmenna og ekki síður svar fjöldans við hreyfingarleysi við dagleg störf, ólíkt því sem var. Í dag vitum við að lykillinn að heilsu og hreysti er falinn í frjálsíþróttunum; kappgöngu, köstum, stökkum og hlaupum, í knattspyrnu, körfu, karate, keilu o.s.frv. Fá félög hafa þannig svarað kalli breyttra tíma betur en ÍR-ingar sem halda nú úti öflugu starfi sem hæfir öllum aldri í alls tíu deildum! Nú hefur Reykjavíkurborg sýnt í verki stuðning sinn við þetta stórveldi í frjálsíþróttum og reist í samstarfi við ÍR nýjan glæsilegan frjálsíþróttavöll í Mjódd, í ÍR litunum, fallega bláan með hvítum línum. Þar sómir hann sér vel innan um önnur glæsileg íþróttamannvirki félagsins sem byggst hafa upp undanfarin ár. Mikilsverð uppbygging fyrir frjálsíþróttastarf í landinu en ekki síður fyrir nágrannana í Breiðholtinu, ÍR-inga á öllum aldri sem nú eru boðnir velkomnir á bláu brautina og mjúku skokkbrautina umhverfis völlinn. Um leið er þetta mikilsverð viðurkenning borgarinnar á breyttu samfélagi sem kallar nú eftir opinni og aðgengilegri íþróttaaðstöðu í sínu nærumhverfi. Til hamingju Reykjavík með glæsilegan nýjan frjálsíþróttavöll, fyrsta hverfisvöllinn, fyrirmynd fyrir önnur hverfi! Til hamingju Breiðhyltingar með ykkar nýju mannvirki sem nú bíða ykkar í Mjóddinni! Mannvirki sem eiga eftir að verða ykkur, sem munuð grípa gæsina og reima á ykkur skóna, uppspretta gleði, hreysti og hamingju! ÍR fær afhent nýtt frjálsíþróttasvæði. Síðast en ekki síst, til hamingju ÍR með 115 ára afmælið! Það er erfitt að hugsa sér meira viðeigandi leið til að fagna afmælinu en með vígslu þessa glæsilega opna frjálsíþróttavallar. Megi völlurinn hjálpa ykkur að efla enn íþróttina sem hefur leikið lykilhlutverk hjá félaginu allt frá stofnun og mun vonandi gera áfram í a.m.k. önnur 115 ár! Höfundur er formaður FRÍ, Frjálsíþróttasambands Íslands.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun