Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 11:05 Verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra er nokkuð langur um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. Það vakti hörð viðbrögð í maí þegar ákveðið var að hefja brottvísanir hælisleitenda á ný eftir langt hlé vegna takmarkana á landamærum flestra landa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Til stóð að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni og sagði að fólkið hafi mátt vita af því að sá dagur kæmi að því yrði vísað úr landi. Töluverður fjöldi fólksins sem stóð til að vísa úr landi fékk mál sitt síðan endurupptekið og í lok maí voru 197 hælisleitendur á verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmir brottvísanir. Þar af voru 44 sem senda átti til Grikklands og var ákveðið að byrja á þeim hópi, sem var stærstur. Af þeim 44 voru tvær barnafjölskyldur sem hafa nú fengið efnislega meðferð á sínum málum vegna lengdar dvalar þeirra hér á landi. Stendur ekki til að fylla leiguflug af flóttafólki Að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, hefur þó engum verið fylgt úr landi síðan ákveðið var að hefja brottvísanir á ný. „Það er ekki verið að hlaupa í það að fylla vél af fólki eða leigja einhverja risavél og moka öllum út,“ segir hann. Gunnar Hörður segir þó að sex einstaklingar úr hópnum hafi ákveðið að fara sjálfviljugir úr landi eftir að hafa verið tjáð að þeir væru hér í leyfisleysi. Í slíkum tilvikum aðstoði stoðdeildin fólk við flutninginn, til að mynda með því að útvega flugmiða. Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Það vakti hörð viðbrögð í maí þegar ákveðið var að hefja brottvísanir hælisleitenda á ný eftir langt hlé vegna takmarkana á landamærum flestra landa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Til stóð að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni og sagði að fólkið hafi mátt vita af því að sá dagur kæmi að því yrði vísað úr landi. Töluverður fjöldi fólksins sem stóð til að vísa úr landi fékk mál sitt síðan endurupptekið og í lok maí voru 197 hælisleitendur á verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmir brottvísanir. Þar af voru 44 sem senda átti til Grikklands og var ákveðið að byrja á þeim hópi, sem var stærstur. Af þeim 44 voru tvær barnafjölskyldur sem hafa nú fengið efnislega meðferð á sínum málum vegna lengdar dvalar þeirra hér á landi. Stendur ekki til að fylla leiguflug af flóttafólki Að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, hefur þó engum verið fylgt úr landi síðan ákveðið var að hefja brottvísanir á ný. „Það er ekki verið að hlaupa í það að fylla vél af fólki eða leigja einhverja risavél og moka öllum út,“ segir hann. Gunnar Hörður segir þó að sex einstaklingar úr hópnum hafi ákveðið að fara sjálfviljugir úr landi eftir að hafa verið tjáð að þeir væru hér í leyfisleysi. Í slíkum tilvikum aðstoði stoðdeildin fólk við flutninginn, til að mynda með því að útvega flugmiða.
Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira