Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 11:05 Verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra er nokkuð langur um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. Það vakti hörð viðbrögð í maí þegar ákveðið var að hefja brottvísanir hælisleitenda á ný eftir langt hlé vegna takmarkana á landamærum flestra landa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Til stóð að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni og sagði að fólkið hafi mátt vita af því að sá dagur kæmi að því yrði vísað úr landi. Töluverður fjöldi fólksins sem stóð til að vísa úr landi fékk mál sitt síðan endurupptekið og í lok maí voru 197 hælisleitendur á verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmir brottvísanir. Þar af voru 44 sem senda átti til Grikklands og var ákveðið að byrja á þeim hópi, sem var stærstur. Af þeim 44 voru tvær barnafjölskyldur sem hafa nú fengið efnislega meðferð á sínum málum vegna lengdar dvalar þeirra hér á landi. Stendur ekki til að fylla leiguflug af flóttafólki Að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, hefur þó engum verið fylgt úr landi síðan ákveðið var að hefja brottvísanir á ný. „Það er ekki verið að hlaupa í það að fylla vél af fólki eða leigja einhverja risavél og moka öllum út,“ segir hann. Gunnar Hörður segir þó að sex einstaklingar úr hópnum hafi ákveðið að fara sjálfviljugir úr landi eftir að hafa verið tjáð að þeir væru hér í leyfisleysi. Í slíkum tilvikum aðstoði stoðdeildin fólk við flutninginn, til að mynda með því að útvega flugmiða. Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Það vakti hörð viðbrögð í maí þegar ákveðið var að hefja brottvísanir hælisleitenda á ný eftir langt hlé vegna takmarkana á landamærum flestra landa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Til stóð að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni og sagði að fólkið hafi mátt vita af því að sá dagur kæmi að því yrði vísað úr landi. Töluverður fjöldi fólksins sem stóð til að vísa úr landi fékk mál sitt síðan endurupptekið og í lok maí voru 197 hælisleitendur á verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmir brottvísanir. Þar af voru 44 sem senda átti til Grikklands og var ákveðið að byrja á þeim hópi, sem var stærstur. Af þeim 44 voru tvær barnafjölskyldur sem hafa nú fengið efnislega meðferð á sínum málum vegna lengdar dvalar þeirra hér á landi. Stendur ekki til að fylla leiguflug af flóttafólki Að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, hefur þó engum verið fylgt úr landi síðan ákveðið var að hefja brottvísanir á ný. „Það er ekki verið að hlaupa í það að fylla vél af fólki eða leigja einhverja risavél og moka öllum út,“ segir hann. Gunnar Hörður segir þó að sex einstaklingar úr hópnum hafi ákveðið að fara sjálfviljugir úr landi eftir að hafa verið tjáð að þeir væru hér í leyfisleysi. Í slíkum tilvikum aðstoði stoðdeildin fólk við flutninginn, til að mynda með því að útvega flugmiða.
Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira