„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2022 22:29 Innanríkisráðherra Georgíu-ríkis, Brad Raffensperger, fyrir miðju. Forseti ríkisþings Arizóna-ríkis, Rusty Bowers, til vinstri og aðstoðarinnanríkisráðherra Georgíu, Gabriel Sterling, til hægri. AP Photo/J. Scott Applewhite Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent