„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2022 22:29 Innanríkisráðherra Georgíu-ríkis, Brad Raffensperger, fyrir miðju. Forseti ríkisþings Arizóna-ríkis, Rusty Bowers, til vinstri og aðstoðarinnanríkisráðherra Georgíu, Gabriel Sterling, til hægri. AP Photo/J. Scott Applewhite Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35