Stærsta rafrettuframleiðandanum skipað að taka vörur af markaði Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 10:19 Rafretta frá Juul. Fyrirtækið er það umsvifamesta á bandarískum markaði. AP/Brynn Anderson Rafrettuframleiðandanum Juul var skipað að fjarlægja vörur sínar af markaði í Bandaríkjunum í gær. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) telur fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gagnist lýðheilsu. Fyrirtækið þarf að hætta að selja rafrettur sínar og tóbakshylki fyrir þær. Vörur sem eru þegar á markaði verði fjarlægðar. Neytendur mega þó halda áfram að nota vörur sem þeir hafa þegar keypt, að sögn FDA. Rafrettur þurfa að uppfylla viss skilyrði til að fá markaðsleyfi, þar á meðal að þær gagnist lýðheilsumarkmiðum. AP-fréttastofan segir að þetta þýði í reynd að sýna þurfi fram á að fullorðnir reykingamenn séu líklegir til að hætta að reykja að draga úr reykingum og að unglingar séu ólíklegir til að ánetjast þeim. Juul hefur verið sakað um að stuðla að gríðarlegri útbreiðslu rafrettureykinga unglinga í Bandaríkjunum og víðar um heim. FDA segir að fyrirtækið hafi leikið sérstaklega stórt hlutverk í þeim faraldri. Það hafi ekki lagt fram nægar sannanir fyrir því að vörur þess hjálpi til við að vernda lýðheilsu. Án áreiðanlegra gagna um áhrif rafrettnanna á heilsu fólks hafi stofnunin ákveðið að skipa fyrir um að vörurnar væru teknar af markaði. Fulltrúar Juul segja að fyrirtækið ætli að freista þess að fá banninu frestað á meðan það ræður ráðum sínum. Rafrettur Bandaríkin Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Juul hunsaði vísbendingar um að unglingar ánetjuðust rafrettum Rafrettuframleiðandinn íhugaði í upphafi að hafa sjálfvirka viðvörun eða stoppara í rafrettur þegar notendur væru búnir að neyta ákveðins magns nikótíns en aldrei varð neitt af því. Juul virðist hafa hunsað viðvaranir um að unglingar gætu ánetjast rafrettum þess. 5. nóvember 2019 16:39 Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið þarf að hætta að selja rafrettur sínar og tóbakshylki fyrir þær. Vörur sem eru þegar á markaði verði fjarlægðar. Neytendur mega þó halda áfram að nota vörur sem þeir hafa þegar keypt, að sögn FDA. Rafrettur þurfa að uppfylla viss skilyrði til að fá markaðsleyfi, þar á meðal að þær gagnist lýðheilsumarkmiðum. AP-fréttastofan segir að þetta þýði í reynd að sýna þurfi fram á að fullorðnir reykingamenn séu líklegir til að hætta að reykja að draga úr reykingum og að unglingar séu ólíklegir til að ánetjast þeim. Juul hefur verið sakað um að stuðla að gríðarlegri útbreiðslu rafrettureykinga unglinga í Bandaríkjunum og víðar um heim. FDA segir að fyrirtækið hafi leikið sérstaklega stórt hlutverk í þeim faraldri. Það hafi ekki lagt fram nægar sannanir fyrir því að vörur þess hjálpi til við að vernda lýðheilsu. Án áreiðanlegra gagna um áhrif rafrettnanna á heilsu fólks hafi stofnunin ákveðið að skipa fyrir um að vörurnar væru teknar af markaði. Fulltrúar Juul segja að fyrirtækið ætli að freista þess að fá banninu frestað á meðan það ræður ráðum sínum.
Rafrettur Bandaríkin Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Juul hunsaði vísbendingar um að unglingar ánetjuðust rafrettum Rafrettuframleiðandinn íhugaði í upphafi að hafa sjálfvirka viðvörun eða stoppara í rafrettur þegar notendur væru búnir að neyta ákveðins magns nikótíns en aldrei varð neitt af því. Juul virðist hafa hunsað viðvaranir um að unglingar gætu ánetjast rafrettum þess. 5. nóvember 2019 16:39 Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48
Juul hunsaði vísbendingar um að unglingar ánetjuðust rafrettum Rafrettuframleiðandinn íhugaði í upphafi að hafa sjálfvirka viðvörun eða stoppara í rafrettur þegar notendur væru búnir að neyta ákveðins magns nikótíns en aldrei varð neitt af því. Juul virðist hafa hunsað viðvaranir um að unglingar gætu ánetjast rafrettum þess. 5. nóvember 2019 16:39
Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26